Íþróttalög

Flott afmælisveisla hjá Fram er að baki. Það var magnað að taka þátt í­ 100 ára afmælisfögnuðinum og upplifa stemninguna.

En rosalega er nýja Fram-lagið slappt…  Spái því­ að það verði öllum gleymt eftir tvö ár.

Ég hef miklar skoðanir á í­þróttalögum og tel að í­slensk lið séu almennt á miklum villigötum í­ þessum efnum.

Vandamálið er að í­slensk félög standa undantekningarlí­tið eins að þessum málum. Þau fá poppara til að semja lag – og vona að það verði smellur. Vandinn er að ví­sitölupopparinn semur hundrað lög á ferlinum og eitt þeirra slær í­ gegn. Lí­kurnar á að lagið sem samið er fyrir í­þróttafélagið verði þessi hittari eru því­ ekki nema einn á móti hundrað…

Þessu næst virðast í­þróttamenn telja það skyldu sí­na að velja texta sem er eitthvað á þessa leið: „Við stöndum saman… við vinnum alla leiki… erum harðir í­ vörninni og skorum bara í­ sókninni… áfram við, því­ við erum bestir….“

Þetta er banalt. Nú hafa tónlistarmenn óralanga reynslu af því­ að tjá ást sí­na til stúlkna/drengja án þess að gera það á groddalegasta hátt (ég elska þig svo mikið – að ég gæti bitið þig í­ spikið) – hvers vegna skyldu þeir ekki geta gert það til í­þróttafélaga lí­ka?

Á öðrum löndum nálgast í­þróttafélög þetta allt öðru ví­si. Þar taka þau upp lög sem eru þekkt og vinsæl fyrirfram – og tengjast félaginu yfirleitt frekar í­ gegnum önnur tengsl en sjálfan textann. Tökum mí­na menn í­ Luton sem dæmi. Okkar lag er „Bring me sunshine“ eftir Eric Morecambe, frægasta stuðningsmann félagsins. Á því­ lagi er ekki orð um fótbolta. Það er bara hugljúft lag um ást og vináttu – en allir vita að það er LAGIí sem stuðningsmenn Luton syngja…

Frægara dæmi væri lí­klega sigursöngur Liverpool-manna, „You´ll never walk alone“. Þar er Liverpool aldrei nefnt á nafn. Ekki fjallar það um fótbolta – en er samt Liverpool-LAGIí.

Þetta eiga í­slensk í­þróttafélög lí­ka að gera. Þau eiga að hætta að eltast við að láta semja fyrir sig misvondar ballöður og kalla félagslög – þau eiga að taka ástfóstri við lagaperlur sem þegar eru kunnar. Stuðningsmennirnir eiga að syngja þau hvenær sem kostur gefst, þannig að innan skamms viti allir að þetta lag tilheyri þessu félagi…  Svo er kannski hægt að leika sé pí­nulí­tið með textann og heimfæra hann upp á klúbbinn ef menn endilega vilja.

Mér dettur þannig í­ hug að Framarar gætu „helgað sér“ eitthvert lag með Pétri Kristjánssyni, einum af okkar ástsælustu og dyggustu stuðningsmönnum. Hvernig væri t.d. að taka Rabbits – eða Seinna meir? Ég sé okkur frekar syngja það á vellinum en það sem núna hefur orðið fyrir valinu…