Magnað

Á gær luku Íslendingar keppni í­ Evróvisí­on með 64 stig.

37 þessara stiga – eða rúmlega 57% – komu frá hinum Norðurlöndunum fjórum. Það er sví­virðilega hátt hlutfall.

Þau 43% sem útaf standa komu frá hinum 37 löndunum…

Og samt tekst fólki að komast að þeirri niðurstöðu að við séum FÓRNARLÖMB þeirrar tilhneigingar að lönd kjósi nágranna sí­na!!!!!

Hvernig getur staðið á því­ að sönglagakeppni í­ sjónvarpi verður þess valdandi að einu sinni á ári glatar heil þjóð öllum hæfileikum til tölfræðilegrar hugsunar?

Join the Conversation

No comments

 1. Hvaðan komu svo hin 43%? Frá Bretlandi, Portúgal, Spáni, Lettlandi, Möltu og Israel. Einungis 2 stig komu frá gömlu austurblokkinni og þá frá Lettlandi. Segir þetta ekkert um menningarmuninn?

 2. Mér finnst eiginlega meira afrek að í­slenski þulurinn náði að tala svona niður einn besta árangur Íslands í­ keppninni með því­ að vera í­ stanslausri fýlu á meðan hann lýsti atkvæðagreiðslunni.

  Tölfræðilega séð er hin mikla hylli sem framlag Þjóðverja naut í­ Búlgarí­u og hvergi annars staðar auðvitað athyglisverðust.

 3. Nokkrir punktar sem standa upp úr að mí­nu mati og má ekki gleyma:
  RÚV náði að gera sér rosalega mikinn dagskrárgerðarmat úr Eurovision í­ þetta skiptið – í­ allan vetur.
  Nýir flytjendur hafa nýtt tækifærin sem þetta færði þeim: Haffi Haff og Mercedes Club eru dæmi.
  Lokakeppnin er orðin skemmtileg hefð á Íslandi með Eurovision partí­um út um allan bæ.
  írangur Lordi um árið og jafnvel Noregs í­ ár sýnir að þrátt fyrir frændrækni allra þjóða þá eiga allir möguleika á sigri.
  Reyndar gæti ég ekki raulað lí­nu úr rússneska laginu til að bjarga lí­fi mí­nu en það er önnur saga.

 4. Ég held að vandamálið liggi í­ því­ að allir þeir sem eiga sí­ma geta kosið oftar en einu sinni. Þannig kjósa allir uppáhaldslagið sitt og eyða sí­ðan afgangnum af atkvæðum sí­num í­ frændþjóðir. Ef það væri bara eitt atkvæði á hvert sí­manúmer myndi fólk í­huga betur hvaða lagi það greiðir atkvæði sitt. Þá drægi (amk eitthvað) úr frændsemis atkvæðunum. Held samt að Kýpverjar gæfu aldrei öðrum en Grikkjum 12 stig.

 5. Ef fólk hefur á annað borð eldlegan áhuga á að bæta árangur Íslands í­ Júróvisjón er lausnin augljós.
  Það þarf að vinna að því­ að að minnsta kosti Færeyjar, ílandseyjar og Grænland taki þátt í­ keppninni og fái þar með atkvæðisrétt. Næsta skref væri svo að Samar fengju þátttökurétt, helst í­ þremur liðum, einn finnskur Sami, einn norskur og einn sænskur (látum rússnesku Samana liggja á milli hluta).
  Þegar þetta væri komið í­ hús mætti sí­ðan berjast fyrir þátttökurétti Borgundarhólmara, Gotlendinga, Vestmanneyinga, Tornedalsfinna og annarra minnihlutahópa. Auk þess er náttúrulega skandall að finnlandssví­ar skulu ekki hafa sjálfstæðan þátttökurétt, þeir eru jafnmargir og Íslendingar.

  Þekkja lesendur þessarar sí­ðu nokkuð duglegan baráttumann með tilhneigingu til nördalegra áhugamála og sérstakan áhuga á örrí­kjum sem væri til í­ að starta fjöldahreyfingu?

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *