Á gær luku Íslendingar keppni í Evróvisíon með 64 stig.
37 þessara stiga – eða rúmlega 57% – komu frá hinum Norðurlöndunum fjórum. Það er svívirðilega hátt hlutfall.
Þau 43% sem útaf standa komu frá hinum 37 löndunum…
Og samt tekst fólki að komast að þeirri niðurstöðu að við séum FÓRNARLÖMB þeirrar tilhneigingar að lönd kjósi nágranna sína!!!!!
Hvernig getur staðið á því að sönglagakeppni í sjónvarpi verður þess valdandi að einu sinni á ári glatar heil þjóð öllum hæfileikum til tölfræðilegrar hugsunar?