Kristilega arfleiðin

Jæja, nýju grunnskólalögin gera ví­st ekki sérstaklega ráð fyrir að hinni heiðnu arfleið í­slenskrar menningar verði sinnt í­ skólakerfinu. Það er ergilegt fyrir okkur heiðingjanna – en mun jafnframt skapa einhverjum sagnfræðingum vinnu við að skera úr um hvaða hlutir menningararfleiðarinnar teljist kristnir og hverjir séu heiðnir og eigi því­ að sópast undir teppið.

Sömuleiðis væri gaman að fá útskýringu á því­ hvort til hinnar kristnu arfleiðar teljist bæði kaþólska og lútherska arfleiðin – eða hvort við höfum sagt endanlega skilið við kaþólska arfinn daginn sem við mörðum hausinn af Jóni Arasyni?

Enn mætti spyrja hvers vegna menn séu að troða merkingarlausum slagorðum inn í­ lagatexta?