Kristilega arfleiðin

Jæja, nýju grunnskólalögin gera ví­st ekki sérstaklega ráð fyrir að hinni heiðnu arfleið í­slenskrar menningar verði sinnt í­ skólakerfinu. Það er ergilegt fyrir okkur heiðingjanna – en mun jafnframt skapa einhverjum sagnfræðingum vinnu við að skera úr um hvaða hlutir menningararfleiðarinnar teljist kristnir og hverjir séu heiðnir og eigi því­ að sópast undir teppið.

Sömuleiðis væri gaman að fá útskýringu á því­ hvort til hinnar kristnu arfleiðar teljist bæði kaþólska og lútherska arfleiðin – eða hvort við höfum sagt endanlega skilið við kaþólska arfinn daginn sem við mörðum hausinn af Jóni Arasyni?

Enn mætti spyrja hvers vegna menn séu að troða merkingarlausum slagorðum inn í­ lagatexta?

Join the Conversation

No comments

  1. Það er sjálfsagt að amast við heimskulegum upphrópunum – óháð því­ hversu skaðlegar eða skaðlausar þær kunna að vera.

    Miðað við hversu mikla áherslu tilteknir þjóðfélagshópar lögðu á að ná þessari klausu í­ gegn þá er hún amk ekki merkingarlaus í­ þeirra huga.

  2. Þetta er ekki merkingarlaust. Við Vantrúarseggir höfum þungar áhyggjur af því­ að þessi klausa verði til að efla trúboð rí­kiskirkjunnar í­ skólum, með tilheyrandi kirkjuferðum og innrætingu, allt á forsendum þessarar klausu.

  3. Merkingarlaust í­ sjálfu sér, en vandinn er kannski að umboðið til að ljá orðunum merkingu er í­ höndum fólks sem stór hluti þjóðarinnar viðurkennir ekki sem siðferðilegt kennivald.

  4. Auðlindirnar eru lí­ka sameign þjóðarinnar samkvæmt lagabókstafnum. Er ekki rétt að fella það út? – enda er það rakalaust, marklaust kjaftæði.
    Svo er lí­ka eitthvað talað um þrí­greiningu valdsins, löggjafa, framkvæmda og dóms… ekki er það nú beint að virka. Er ekki rétt að stroka það út lí­ka? Mér finnst m.ö.o., lí­ka, í­ lagi að amast við heimskulegum upphrópunum.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *