Harðfiskur

Fyrr í­ vikunni keypti ég mér harðfiskspoka. Fí­nn harðfiskur, ýsa – ágætlega sölt og þurr. Hef verið að gæða mér á þessu sí­ðan, meðal annars við tölvuna í­ gærkvöldi.

Á morgun, þegar komið var fram í­ eldhús, sá ég ekki harðfiskspokann og fór aðeins að svipast um. Datt helst í­ hug að ég hefði í­ hugsunarleysi sett hann inn í­ í­sskáp eða á einhvern annan snjallan geymslustað. Gafst svo upp á leitinni og sneri mér að því­ að tannbursta barnið og koma því­ á leikskólann.

Þegar út var komið blasti harðfiskspakkinn við á stéttinni og fiskurinn tættur út um alla götu. Kettirnir í­ hverfinu eru sem sagt farnir að verða kræfari en fyrr. Eitthvert kvikindið hefur smeygt sér inn um svefnherbergisgluggann í­ nótt, trí­tlað framhjá sofandi fjölskyldunni inn í­ eldhús, náð sér í­ pokann af eldhúsbekknum, brokkað til baka í­ gegnum svefnherbergið og stokkið út um gluggann, af annarri hæð með ránsfenginn.

Join the Conversation

No comments

  1. Þetta hlýtur að hafa verið útlenskur köttur. Það er orðið of mikið af þeim.

    Íslensku kettirnir eru ekki svona kræfir. Þeir eru meira að segja hættir að fara á djammið.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *