Pólitískar hleranir

Á framhaldi af umræðunni hér fyrir neðan um hleranamálið:

Grein Kjartans Ólafssonar um sí­mahleranirnar er merkileg. Hún er þó vel að merkja ekki tæmandi úttekt, þar sem hér er bara um að ræða þær hleranir sem heimilaðar voru af héraðsdómi Reykjaví­kur. Allar hleranir í­ öðrum sveitarfélögum eru því­ fyrir utan þetta. Einhver góður maður mætti vinna í­ að afla þeirra upplýsinga.

Það er athyglisvert að lesa yfir lista hinna hleruðu. Á grófum dráttum má segja að hann sé tví­skiptur og að sú skipting fari eftir tí­mabilum. Fyrst eru hleranirnar á árunum í­ kringum 1950 – hins vegar eru það 1968 hleranirnar. Seinni hópurinn er aðeins öðruví­si samsettur en sá fyrri. Þar má sjá nöfn á borð við Arnar Jónsson leikara, sem var ekki beinlí­nis pólití­skur forystumaður.

Hleranahópurinn 1949 og á árunum þar á eftir er hins vegar klárlega skipaður hinni pólití­sku elí­tu stjórnaandstæðinga á þeim tí­ma. Þar er þingflokkur Sósí­alistaflokksins tekinn fyrir, nálega í­ heild sinni – þarna eru lí­ka forystumenn í­ verkalýðshreyfingunni.

Það þarf ekki að skoða þennan lista lengi til að sjá að hér er um að ræða pólití­skar hleranir – en ekki lögregluaðgerðir í­ öryggistilgangi.

Ef hugsunin með þessum hlerunum hefði í­ raun og veru verið sú að koma í­ veg fyrir uppþot og möguleg ofbeldisverk í­ tengslum við viðkvæm pólití­sk deiluefni á árunum í­ kringum 1950 – þá hefði listi hinna hleruðu litið öðru ví­si út. Þannig er það nú bara.

Auðvitað voru menn í­ hreyfingu Sósí­alista sem höfðu styttri kveikiþráð en aðrir. Það væri fráleitt að neita því­. Þeir voru sömuleiðis til sem hefðu getað hugsað sér að hrista upp í­ pólití­kinn með einhverjum hasar. Þannig hefur það verið á öllum tí­mum – í­ öllum stjórnmálahreyfingum.

Og auðvitað vissu menn hverjir þessir menn voru. Lögreglan vissi það. Sósí­alistar vissu það sjálfir og sömu sögu má segja um fjölmarga aðra.

En engir slí­kir menn voru hleraðir. Þess í­ stað var hlustað á samtöl kjörinna fulltrúa og pólití­skra forystumanna. Það hafði augljóslega ekki neinu öryggishlutverki að gegna. Hleranirnar voru nr. 1, 2 og 3 pólití­skar.

Tökum raunhæft dæmi úr samtí­manum.

Segjum sem svo að hér ætti að halda stóra ráðstefnu með þátttöku Nató-rí­kja, vopnaframleiðenda og stórfyrirtækja. Lögreglan óttaðist að efna ætti til uppþota og óeirða – og færi því­ fram á heimild til sí­mhleranna hjá dómstólum…

– Mögulega myndi löggan biðja um að sí­minn yrði hleraður hjá: Sigga pönk, Birgittu Jónsdóttur, mér og Erpi Eyvindarsyni… – Auðvitað yrðum við öll foxill ef við uppgötvuðum að sí­minn hefði verið hleraður. Engu að sí­ður væri mögulega hægt að rökstyðja að í­ e-m tilvikum hefði verið um rökstuddan grun að ræða. Öll erum við jú þekkt fyrir að hafa skipulagt mótmæli og flest fengið tiltal frá lögreglunni í­ tengslum við það…

– En mögulega myndi löggan biðja um að sí­minn yrði hleraður hjá Eirí­ki Jónssyni hjá Kí, Jóni Bjarnasyni, Svandí­si Svavarsdóttur, írna Finnssyni og Katrí­nu Jakobsdóttur…  – Það væri augljóslega dæmi um pólití­skar hleranir, þar sem ekkert í­ ferli þessa fólks gefur tilefni til þess að ætla að það muni standa fyrir uppþotum.

Málið er að hleranalisti Bjarna Ben frá árunum í­ kringum 1950 fellur frekar undir seinni flokkinn. Þar var fólk hlerað vegna pólití­skra starfa, en ekki vegna þess að minnsta ástæða væri til að gruna það um spellvirki. Þess vegna verður þetta mál hér eftir smánarblettur á ferli Bjarna Beneditssonar.