Á framhaldi af umræðunni hér fyrir neðan um hleranamálið:
Grein Kjartans Ólafssonar um símahleranirnar er merkileg. Hún er þó vel að merkja ekki tæmandi úttekt, þar sem hér er bara um að ræða þær hleranir sem heimilaðar voru af héraðsdómi Reykjavíkur. Allar hleranir í öðrum sveitarfélögum eru því fyrir utan þetta. Einhver góður maður mætti vinna í að afla þeirra upplýsinga.
Það er athyglisvert að lesa yfir lista hinna hleruðu. Á grófum dráttum má segja að hann sé tvískiptur og að sú skipting fari eftir tímabilum. Fyrst eru hleranirnar á árunum í kringum 1950 – hins vegar eru það 1968 hleranirnar. Seinni hópurinn er aðeins öðruvísi samsettur en sá fyrri. Þar má sjá nöfn á borð við Arnar Jónsson leikara, sem var ekki beinlínis pólitískur forystumaður.
Hleranahópurinn 1949 og á árunum þar á eftir er hins vegar klárlega skipaður hinni pólitísku elítu stjórnaandstæðinga á þeim tíma. Þar er þingflokkur Sósíalistaflokksins tekinn fyrir, nálega í heild sinni – þarna eru líka forystumenn í verkalýðshreyfingunni.
Það þarf ekki að skoða þennan lista lengi til að sjá að hér er um að ræða pólitískar hleranir – en ekki lögregluaðgerðir í öryggistilgangi.
Ef hugsunin með þessum hlerunum hefði í raun og veru verið sú að koma í veg fyrir uppþot og möguleg ofbeldisverk í tengslum við viðkvæm pólitísk deiluefni á árunum í kringum 1950 – þá hefði listi hinna hleruðu litið öðru vísi út. Þannig er það nú bara.
Auðvitað voru menn í hreyfingu Sósíalista sem höfðu styttri kveikiþráð en aðrir. Það væri fráleitt að neita því. Þeir voru sömuleiðis til sem hefðu getað hugsað sér að hrista upp í pólitíkinn með einhverjum hasar. Þannig hefur það verið á öllum tímum – í öllum stjórnmálahreyfingum.
Og auðvitað vissu menn hverjir þessir menn voru. Lögreglan vissi það. Sósíalistar vissu það sjálfir og sömu sögu má segja um fjölmarga aðra.
En engir slíkir menn voru hleraðir. Þess í stað var hlustað á samtöl kjörinna fulltrúa og pólitískra forystumanna. Það hafði augljóslega ekki neinu öryggishlutverki að gegna. Hleranirnar voru nr. 1, 2 og 3 pólitískar.
Tökum raunhæft dæmi úr samtímanum.
Segjum sem svo að hér ætti að halda stóra ráðstefnu með þátttöku Nató-ríkja, vopnaframleiðenda og stórfyrirtækja. Lögreglan óttaðist að efna ætti til uppþota og óeirða – og færi því fram á heimild til símhleranna hjá dómstólum…
– Mögulega myndi löggan biðja um að síminn yrði hleraður hjá: Sigga pönk, Birgittu Jónsdóttur, mér og Erpi Eyvindarsyni… – Auðvitað yrðum við öll foxill ef við uppgötvuðum að síminn hefði verið hleraður. Engu að síður væri mögulega hægt að rökstyðja að í e-m tilvikum hefði verið um rökstuddan grun að ræða. Öll erum við jú þekkt fyrir að hafa skipulagt mótmæli og flest fengið tiltal frá lögreglunni í tengslum við það…
– En mögulega myndi löggan biðja um að síminn yrði hleraður hjá Eiríki Jónssyni hjá Kí, Jóni Bjarnasyni, Svandísi Svavarsdóttur, írna Finnssyni og Katrínu Jakobsdóttur…Â – Það væri augljóslega dæmi um pólitískar hleranir, þar sem ekkert í ferli þessa fólks gefur tilefni til þess að ætla að það muni standa fyrir uppþotum.
Málið er að hleranalisti Bjarna Ben frá árunum í kringum 1950 fellur frekar undir seinni flokkinn. Þar var fólk hlerað vegna pólitískra starfa, en ekki vegna þess að minnsta ástæða væri til að gruna það um spellvirki. Þess vegna verður þetta mál hér eftir smánarblettur á ferli Bjarna Beneditssonar.