Pólitískar hleranir

Á framhaldi af umræðunni hér fyrir neðan um hleranamálið:

Grein Kjartans Ólafssonar um sí­mahleranirnar er merkileg. Hún er þó vel að merkja ekki tæmandi úttekt, þar sem hér er bara um að ræða þær hleranir sem heimilaðar voru af héraðsdómi Reykjaví­kur. Allar hleranir í­ öðrum sveitarfélögum eru því­ fyrir utan þetta. Einhver góður maður mætti vinna í­ að afla þeirra upplýsinga.

Það er athyglisvert að lesa yfir lista hinna hleruðu. Á grófum dráttum má segja að hann sé tví­skiptur og að sú skipting fari eftir tí­mabilum. Fyrst eru hleranirnar á árunum í­ kringum 1950 – hins vegar eru það 1968 hleranirnar. Seinni hópurinn er aðeins öðruví­si samsettur en sá fyrri. Þar má sjá nöfn á borð við Arnar Jónsson leikara, sem var ekki beinlí­nis pólití­skur forystumaður.

Hleranahópurinn 1949 og á árunum þar á eftir er hins vegar klárlega skipaður hinni pólití­sku elí­tu stjórnaandstæðinga á þeim tí­ma. Þar er þingflokkur Sósí­alistaflokksins tekinn fyrir, nálega í­ heild sinni – þarna eru lí­ka forystumenn í­ verkalýðshreyfingunni.

Það þarf ekki að skoða þennan lista lengi til að sjá að hér er um að ræða pólití­skar hleranir – en ekki lögregluaðgerðir í­ öryggistilgangi.

Ef hugsunin með þessum hlerunum hefði í­ raun og veru verið sú að koma í­ veg fyrir uppþot og möguleg ofbeldisverk í­ tengslum við viðkvæm pólití­sk deiluefni á árunum í­ kringum 1950 – þá hefði listi hinna hleruðu litið öðru ví­si út. Þannig er það nú bara.

Auðvitað voru menn í­ hreyfingu Sósí­alista sem höfðu styttri kveikiþráð en aðrir. Það væri fráleitt að neita því­. Þeir voru sömuleiðis til sem hefðu getað hugsað sér að hrista upp í­ pólití­kinn með einhverjum hasar. Þannig hefur það verið á öllum tí­mum – í­ öllum stjórnmálahreyfingum.

Og auðvitað vissu menn hverjir þessir menn voru. Lögreglan vissi það. Sósí­alistar vissu það sjálfir og sömu sögu má segja um fjölmarga aðra.

En engir slí­kir menn voru hleraðir. Þess í­ stað var hlustað á samtöl kjörinna fulltrúa og pólití­skra forystumanna. Það hafði augljóslega ekki neinu öryggishlutverki að gegna. Hleranirnar voru nr. 1, 2 og 3 pólití­skar.

Tökum raunhæft dæmi úr samtí­manum.

Segjum sem svo að hér ætti að halda stóra ráðstefnu með þátttöku Nató-rí­kja, vopnaframleiðenda og stórfyrirtækja. Lögreglan óttaðist að efna ætti til uppþota og óeirða – og færi því­ fram á heimild til sí­mhleranna hjá dómstólum…

– Mögulega myndi löggan biðja um að sí­minn yrði hleraður hjá: Sigga pönk, Birgittu Jónsdóttur, mér og Erpi Eyvindarsyni… – Auðvitað yrðum við öll foxill ef við uppgötvuðum að sí­minn hefði verið hleraður. Engu að sí­ður væri mögulega hægt að rökstyðja að í­ e-m tilvikum hefði verið um rökstuddan grun að ræða. Öll erum við jú þekkt fyrir að hafa skipulagt mótmæli og flest fengið tiltal frá lögreglunni í­ tengslum við það…

– En mögulega myndi löggan biðja um að sí­minn yrði hleraður hjá Eirí­ki Jónssyni hjá Kí, Jóni Bjarnasyni, Svandí­si Svavarsdóttur, írna Finnssyni og Katrí­nu Jakobsdóttur…  – Það væri augljóslega dæmi um pólití­skar hleranir, þar sem ekkert í­ ferli þessa fólks gefur tilefni til þess að ætla að það muni standa fyrir uppþotum.

Málið er að hleranalisti Bjarna Ben frá árunum í­ kringum 1950 fellur frekar undir seinni flokkinn. Þar var fólk hlerað vegna pólití­skra starfa, en ekki vegna þess að minnsta ástæða væri til að gruna það um spellvirki. Þess vegna verður þetta mál hér eftir smánarblettur á ferli Bjarna Beneditssonar.

Join the Conversation

No comments

 1. Þú getur ekki tekið hliðstætt dæmi úr samtí­manum af því­ að það eru (sem betur fer) engar hliðstæður í­ samtí­manum.

  Ekkert af þessu fólki hefur þá yfirlýstu stefnu að beita pólití­sku ofbeldi.

 2. Sæll Hans.

  Viðbúnaður lögreglu á hverjum tí­ma tekur ekki mið af stefnuskrám stjórnmálaflokka. – Eða halda menn í­ alvöru að mat á því­ hvort hreyfingar séu lí­klegar til að grí­pa til óyndisúrræða fari fram með því­ að lesa landsfundarsamþykktir? Auðvitað ekki.

  Púnkturinn er í­ sjálfu sér einfaldur:

  Hleranirnar 1949 og 1951 (sem eru aðeins öðruví­si en dæmin frá sjöunda áratugnum) voru ANNAí HVORT pólití­skar njósnir eða raunveruleg tilraun til að afstýra ofbeldi. Ég reikna með því­ að við séum báðir sammála um að fyrri kosturinn, pólití­sku njósnirnar, séu og hafi verið óásættanlegur. Á hinn bóginn reikna ég með því­ að seinni kosturinn, tilraun til að afstýra ofbeldi, sé í­ þí­num huga réttmæt rök fyrir hlerunum. Ekki satt?

  Málið er hins vegar að listinn yfir þá hleruðu er þannig samsettur að það öskrar á mann að pólití­kin hafi ráðið för. Jafnvel þótt við trúum því­ að í­slenskir sósí­alistar hafi verið í­ uppreisnarhugleiðingum í­ kringum 1950 – þá hefðu nöfnin á þessum lista ekki staðið í­ framleiðslu á mólótov-kokteilum. Það hefðu aðrir menn gert.

 3. En hefðu þessir á listanum ekki getað skipulagt framleiðslu á kokkteilunum og fengið menn til að kasta þeim?

 4. Kommúnistar á þessum tí­ma voru ekki grasrótarhreyfing og það er ekki hægt að stilla þeim upp við hliðina á samtökum vinstrimanna í­ dag. Menn boðuðu vopnaða byltingu með svipuðum aðferðum og voru notaðar í­ Rússlandi 1917, þ.e að notast við þaulskipulagðar sellur og pýramí­dalagað stjórnkerfi. Hreyfingar kommúnista voru byggðar upp eins og byltingarflokkar. Það var því­ ekkert undarlegt að menn teldu það lí­klegt að hluti „stjórnmálaelí­tunnar“ meðal kommúnista myndi hafa vitneskju um ofbeldi ef gripið yrði til þess.

  Það er svo annar hlutur að formleg meðferð þessara mála var á mjög gráu svæði en áður enn menn hafa uppi mjög stór orð um sekt Bjarna Ben eða annarra ættu þeir að skoða hvað menn höfðu séð gerast í­ öðrum löndum á þessum tí­ma og hvað þeir sem fyrir hlerununum urðu höfðu sjálfir sagst ætla að gera og hvernig.

 5. Mér er nánast fyrirmunað að skilja hvernig menn geta þrætt fyrir að hleranirnar eru pólití­skar njósnir. Hannibal Valdimarsson er orðinn hættulegur maður 1961 en ekki tí­u árum fyrr. 1951 er hins vegar bróðir hans Finnbogi Rútur hleraður… Þetta getur nú varla verið mikið augljósara.

  Ég árétta það sem ég skrifaði hér að ofan:
  „Hleranirnar 1949 og 1951 (sem eru aðeins öðruví­si en dæmin frá sjöunda áratugnum) voru ANNAí HVORT pólití­skar njósnir eða raunveruleg tilraun til að afstýra ofbeldi. Ég reikna með því­ að við séum báðir sammála um að fyrri kosturinn, pólití­sku njósnirnar, séu og hafi verið óásættanlegur. Á hinn bóginn reikna ég með því­ að seinni kosturinn, tilraun til að afstýra ofbeldi, sé í­ þí­num huga réttmæt rök fyrir hlerunum. Ekki satt?“

  Gaman væri ef Hans myndi staðfesta þennan skilning minn – eða lýsa því­ yfir að hann telji pólití­skar njósnir réttlætanlegar. Þá myndum við amk vita hvort það sé nokkur von til þess að við verðum sammála í­ þessu máli.

 6. Menn óttuðust pólití­skt ofbeldi af hálfu þessara manna og höfðu ekki verri heimildir fyrir því­ en þá sjálfa. Ef menn boða blóð og byltingu þá er það varla svo fjarstæðukennd ályktun að þeir hafi áhuga á blóði og byltingu.

  Ég býst við að njósnir um menn sem grunaðir eru um að ætla að beita pólití­sku ofbeldi megi alltaf kalla pólití­skar njósnir. Þær eru það strangt til tekið en það er spurning hversu miklu það skiptir.

  Hinsvegar, hefðu njósnirnar stafað af einhverju öðru en ótta við pólití­skt ofbeldi, þá hefðu þær vitanlega verið óásættanlegar.

  Ég sé bara ekki rökin fyrir því­ að halda því­ fram, önnur en sú að njósnirnar hafi beinst að „pólití­sku elí­tunni“ en ekki einhverjum einstökum ofstopamönnum og þau byggja á rangtúlkun á eðli samtaka kommúnista. Þetta voru ekki hippar. Kommúnistar boðuðu skipulagt (ath. skipulagt) ofbeldi og skipulögðu sí­n samtök eftir því­. Þess vegna var eðlilegt að ætla að ef að slí­kt kæmi til framkvæmda þá myndu forystumenn vita af því­ og því­ væri hægt að komast á snoðir um það fyrirfram með því­ að fylgjast með þeim.

 7. Það væri gaman ef grafa mætti upp hvort og hvernig þeir sem unnu við hleranirnar hafi gert yfirboðurum sí­num grein fyrir því­ sem hlerað var. Var þeim t.a.m. uppálagt að skrifa niður allt sem þeir heyrðu, eða treyst til að meta hvort tilefni væri til skýrslugjafar vegna þess sem þeir heyrðu? Gáfu þeir skýrslu til þess sem fór fram á hleranirnar, sem í­ flestum tilvikum mun hafa verið dómsmálaráðherra?

  Eins og Stefán segir þá skiptir máli að greina á milli pólití­skra hlerana lí­kt og þeirra sem Morgunblaðið sem aldrei lýgur var svo mikið á móti, og tí­ðkuðust og tí­ðkast enn þar sem harðstjórn rí­kir, og hlerana sem ætlað var að koma í­ veg fyrir ofbeldi.

Leave a comment

Skildu eftir svar við Toggi Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *