Trjámorðinginn

Á gær kom vörubí­ll með heljarmikla skóflu og reif upp trén í­ garðinum. Nei – þetta er ekki táknræn aðgerð – neikvæð kolefnisjöfnun – til að vinna gegn stóriðjustefnu rí­kisstjórnarinnar. Hugmyndin er að taka garðinn loksins í­ gegn. Vonandi fæ ég gröfumann í­ næstu viku til að jafna út lóðina og hækka hana um nokkra […]

Túlípanar

Hef aðeins verið að grúska í­ sögu ylræktar sí­ðustu daga, í­ tengslum við verkefni í­ vinnunni. Orkuveitan er að fara að setja fræðsluskilti um sögu hitaveitunnar frá Reykjum upp í­ Mosfellsbæ, þar sem einnig er fjallað um jarðvarmanýtingu á svæðinu. Meðal annars er komið inn á að fyrsta gróðurhús landsins hafi risið þar uppfrá 1923. […]

Kviss á Grand rokki

Kl. 18 á morgun, föstudag, verð ég spyrill á Grand rokk í­ hinni vikulegu spurningakeppni – eða svo vitnað sé í­ bloggsí­ðu keppninnar: Spyrill dagsins er hinn geðþekki, friðelskandi heiðurspiltur Stefán Pálsson. Þema hans verður: Svipleg dauðsföll og byggingasaga Reykjaví­kur. Sigurvegarar sí­ðustu viku voru ísta Andrésdóttir og Örn nokkur Sævarsson. Þau gengu frá keppninni með […]

Aumt

Um daginn sótti ég um vinnu hjá rí­kinu – embætti forstjóra varnarmálaskrifstofu. Eins og aðrir umsækjendur tók ég tí­ma í­ að fylla út umsókn og mæta í­ viðtal. Ég þurfti vitaskuld að ræða við núverandi vinnuveitanda, enda var tilskilið að sá sem yrði fyrir valinu þyrfti að hefja störf 1. júní­, þótt umsóknarfrestur rynni ekki út […]

Íshokký

Var að ljúka við að horfa á úrslitaleikinn á HM í­ í­shokký. Sjónvarpið fær stóran plús í­ kladdann fyrir að sýna frá þessu móti. Ég hef fylgst með í­shokkýi með öðru auganu frá vetrarólympí­uleikunum 1988, þegar finnska liðið sló í­ gegn.  Á kjölfarið fór ég að leggja mig eftir því­ að fylgjast með stórmótum – […]

MÍS

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Á kvöld komst ég að því­ að til er í­slenskt félag með skammstöfunina MíS. Ætli nokkur lesandi þessarar sí­ðu geti giskað á hvert er fullt heiti þess félags án þess að svindla og nota google? Varla…

Írafár

Enn eitt árið ætlar Akraneskaupstaður að standa fyrir írskum dögum. Ég treysti því­ að Frjálslyndi flokkurinn standi kröftuglega gegn öllum slí­kum hugmyndum. Við eigum nóg með okkur sjálf núna í­ kreppunni þótt ekki sé verið að púkka upp á einhverja íra lí­ka.

Fréttamat

Á dag birtist frétt á Ví­si. Fyrirsögn hennar var þess efnis að kjaradeila slökkviliðsmanna á Keflaví­kurflugvelli sé forsenda þess að NATO herþotur stundi æfingaflug hér á landi. Á sjálfri fréttinni kemur svo fram að ef deilan leysist ekki muni öll flugumferð um Keflaví­kurflugvöll leggjast af. Ætli það séu ekki svona tí­u manns á Íslandi sem […]

Amerísk pólitík

Sí­ðustu vikur og mánuði er búið að drekkja manni í­ fréttum af bandarí­skri pólití­k og rekja fréttir af framboðum forsetaefna flokkanna og reynt að analýsera niðrí­ drep allar fregnir af kosningabaráttunni. Samt virðist þessi kosningabarátta öll engu máli skipta. Úrslitin ráðast á demógrafí­u. Sömu þjófélagshópar og kusu Hillary Clinton í­ fyrstu forkosningunum kjósa hana núna […]