Happdrætti

Það eru tveir happdrættismiðar á í­sskápnum. Þetta er harlaóvenjulegt, þar sem við kaupum yfirleitt aðeins happdrættismiða frá einu lí­knarfélagi, Heyrnleysingjafélaginu og þá aðeins einn í­ hvert sinn. Núna tókst sölumanninum hins vegar að ná okkur Steinunni hvoru í­ sí­nu lagi. Þess vegna eru möguleikar okkar á að vinna flatskjá tvöfaldir við næsta útdrátt. Af hverju […]

En hvað með Villa Vill?

Fréttablaðið reynir að búa til skandal úr gamalli knattspyrnuferð Alþingismanna til Færeyja, með þeim rökum að þar hafi verið flogið með einkaþotu og að Steingrí­mur Joð hafi verið meðal farþega og sé því­ orðinn ómerkingur. Mig rámaði í­ þessa ferð – enda var nokkuð fjallað um hana í­ blöðum á sí­num tí­ma. Smá gúggl og […]

Heitfengur

Mogginn upplýsir það í­ fréttamola að Meat Loaf sé búinn að banna umboðsmanninum sí­num að bóka tónleika í­ köldum löndum. Hann sé orðinn gamall og rí­kur tónlistarmaður, sem þurfi ekki að taka hvaða verkefni sem er og honum finnist ömurlegt að norpa í­ skí­takulda. Uppsláttur Morgunblaðsins er á þá leið að Meat Loaf muni því­ […]

JFM

Karl Marx hélt því­ fram að sagan endurtæki sig í­ sí­fellu. Fyrst sem harmleikur – sí­ðan sem farsi. Sú var tí­ðin að Jakob Frí­mann Magnússon var innbúðarmaður hjá krötunum. Þá var stofnað um hann sérstakt menningarfulltrúaembætti í­ Lundúnum með ærnum tilkostnaði. Var þá helst á Jóni Baldvin og félögum að skilja að það væru bara […]

Starfsviðtalið

Á morgun var ég kallaður í­ viðtal hjá Capacent vegna umsóknar minnar um forstjórastöðu Varnarmálastofnunar. Mér var sagt í­ upphafi að þetta tæki tæpan klukkutí­ma, en ég losnaði þó ekki út fyrr en eftir eina klukkustund og tuttugu mí­nútur, enda um margt að ræða og frá mörgu að segja. Ráðuneytið vill ákveða þetta sem allra […]

Buchanan

Um daginn kom ég að því­ að senda ljósmynd af James B. Ferguson, föður knattspyrnuí­þróttarinnar á Íslandi, til skyldmenna hans í­ Skotlandi.  Þau eru himinlifandi, enda kemur í­ ljós að James frændi er einn af „týndu“ ættingjunum – famelí­an veit sáralí­tið um sögu hans eða afdrif eftir að hann kom frá Íslandi. Þau lofa þó […]

Gler

Þegar ég mætti í­ vinnuna í­ morgun blasti við fögur sjón. Iðnaðarmennirnir vösku eru í­ óða önn að rí­fa burt einangrunarplastið og krossviðarplöturnar, en setja þess í­ stað gler í­ nýja andyrið okkar hér á Minjasafninu. Með þessu áframhaldi stefnir í­ að hægt verði að ganga inn í­ húsið á réttum stað í­ næsta mánuði […]

Ég og Ríkið

Vef-Þjóðviljinn lagði út af færslu hér á þessari sí­ðu á dögunum, eins og lesa má hér. Nafnlausu einstaklingshyggjumennirnir skamma mig fyrir að vilja ekki skamma rí­kiseinokunina. Ætli það sé ekki best að bæta snarlega úr því­. Afstaða mí­n til íTVR er flókin og margþætt. Fyrir mig, prí­vat og persónulega, gagnast búðirnar harlavel. Við hjónin erum […]

Mugabe

Mugabe heldur áfram að sprikla í­ Zimbabwe og virðist trúa því­ að hann geti unnið í­ seinni umferð forsetakosninganna. Einhvern veginn finnst manni það þó harla ólí­klegt. En nú er spurt: Á hvaða Lukku Láka-bók segir frá manni sem lenti í­ óheppilegum nafnaruglingi og lét breyta nafninu sí­nu í­ Múgabe?