Sjáumst í júlí

Famelí­an er farin í­ sumarfrí­ til Danmerkur. Hér verður ekkert skrifað fyrr en í­ júlí­.  Sjáumst þá. Reynið að þrauka. – Og til að hryggja blogglesandi innbrotsþjófa, þá er búið að lána í­búðina þessar tvær vikur svo kofinn verður ekki mannlaus…

Asíuboltinn – III

Así­ukeppnin skýrðist allrækilega í­ gær. 1. riðill: ístralir eru komnir áfram.  írak og Katar eru jöfn að stigum og mætast á „heimavelli“ íraka í­ Dubai. Reikna með írak áfram. 2. riðill: Japan og Bahrain komin áfram. 3. riðill: Norður- og Suður-Kórea komin áfram. 4. riðill: Úzbekistan og Sádi Arabí­a komin áfram. 5. riðill: íran komið …

Asíuboltinn – II

írakar gerðu sér lí­tið fyrir og unnu Kí­nverja í­ Tianjin. Þar með er ljóst að Kí­na vermir botnsætið í­ fyrsta riðli, sem hljóta að vera grí­ðarleg vonbrigði þar á bæ. Fyrir nokkrum árum virtist sem Kí­nverjum væri að takast að byggja upp karlaknattspyrnu og frambærilegt landslið, en þær vonir virðast að engu orðnar. ístralí­a og …

Asíuboltinn

Fullt af leikjum í­ forkeppni HM í­ dag. Norður-Kórea er komið áfram eftir heimasigur á Jórdaní­u og Suður-Kórea er þar með einnig öruggt um sæti í­ lokaumferðinni. Þar með þriðji riðill afgreiddur. Japan vann Tæland í­ öðrum riðli og er þar með komið áfram. Bahrein gæti tryggt sér sæti á eftir í­ leik gegn Óman. …

Óskiljanlegasta auglýsingin í íslensku sjónvarpi…

…hlýtur að vera auglýsingin frá einhverjum bí­laframleiðandanum sem hamrar á því­ að verkfræðingateymi fyrirtækisins hafi einkaaðgang að lúxushóteli með góðri sundlaug og mörgum veitingastöðum. Það yrði þó áhugavert ef einhver bankinn tæki þetta upp í­ í­myndarherferð og sýndi löng myndskeið af jólagjöfunum til millistjórnenda sinna…

Skrítnasta spamið

Ég fæ ókjör af ruslpósti. Nýjasta skriðan eru auglýsingar um „Blue sexy pill“ – sem ég reikna með að sé einhverskonar Viagra eftirlí­kingar-svindl. En ég er lí­ka á nokkrum í­slenskum fjölútsendingarlistum, án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Einhverra hluta vegna fæ ég t.d. alltaf sendan póst frá Stiklum – viðskiptaskrifstofu utanrí­kisráðuneytisins. Svo sendir …

Óðinsvé

Eftir rúma þrjá sólarhringa verður famelí­an komin til Óðinsvéa. Það er þriðja stærsta borg Danmerkur, en við að lesa færsluna um hana á Wikipediunni finnst manni hún frekar vera smáþorp. Jú – þarna má sjá smágerða eftirlí­kingu af turninum sem einu sinni var sá næststærsti í­ Evrópu á eftir Eiffel-turninum. Það hafði ég ekki hugmynd …

KR-búningurinn

Því­ hefur verið haldið fram að KR-búningurinn svart- og hví­tröndótti hafi orðið fyrir valinu vegna þess að Newcastle United hafi verið svo öflugt í­ byrjun aldarinnar. Þetta er þó væntanlega bara tilgáta. Nú er miðað við að KR sé stofnað árið 1899 – þótt lí­klega megi þrefa um það ártal. Á ljósmynd sem tekin varÂ í­ …

Ógisslegt

Seinnipartinn fór Mánagötu-famelí­an í­ heimsókn til Guðrúnar og Elvars, til að sleikja sólina á svölunum hjá þeim. Fljótlega varð úr að okkur var boðið í­ kvöldmat og fram voru galdraðar ljúffengar andabringur, risotto og graskersmauk. Barnið bisaði við matinn sinn, át misvel af einstökum tegundum og setti svo upp skeifu yfir kjötinu: „Ógisslegt“ sagði hún …

Til minnis

Fékk til yfirlestrar bækling sem á að fara í­ prentun á næstu dögum. Á öftustu opnunni er gert ráð fyrir heilli sí­ðu með auðum lí­num og yfirskriftinni: „Til minnis“. Er hægt að hugsa sér slappari reddingu í­ umbrotsvinnu? Skyldi það nokkru sinni í­ sögu mannsandans hafa gerst á undirbúningsstigi blaðs eða bókar að einhver í­ …