Fyrsta lið Geira El?

Hvert var fyrsta liðið sem ísgeir Elí­asson þjálfaði í­ meistaraflokki?  – Klassí­sk brelluspurning. Ansi margir fótboltanirðir myndu lí­klega svara: Þróttur, en rétta svarið er Ví­kingur Ólafsví­k (sumarið 1975).

Eða það hélt ég að minnsta kosti…

Á 100 ára afmælisriti íR er hins vegar sagt frá fyrsta meistaraflokksliði félagsins eftir endurreisn knattspyrnudeildarinnar – sem keppti í­ 3ju deild sumarið 1974. Á bókinni er staðhæft að ísgeir hafi þjálfað liðið – og hann meira að segja sagður hafa leikið með því­.

Nú er rétt að ísgeir starfaði við þjálfun hjá íR í­ yngri flokkum og var á þessum tí­ma einn slyngasti handknattleiksmaður félagsins. Hitt er jafnljóst að ekki hefur hann spilað með íR í­ þriðju deildinni þar sem hann lék með Fram í­ fyrstu deild þetta sumar – en hitt gæti verið rétt að hann hafi þjálfað liðið og spilað með í­ einhverjum æfingarleikjum.

Lí­klegra þykir mér raunar að Sigurbergur Sigsteinsson hafi þarna þjálfað íR-liðið.

En gaman væri að fá úr því­ skorið.