Á framhaldi af bloggfærslu gærkvöldsins eru nýjar fréttir af stóra-snuddumálinu.
Þegar Ólína vaknaði í morgun velti hún aðeins vöngum og tilkynnti svo að það ætti að klippa í síðustu snudduna og að hún ætlaði að gera það sjálf. Við spurðum hana hvort hún gerði sér ekki grein fyrir því að í kjölfarið yrði snuðinu hent. Hún játti því.
Núna er sem sagt ekkert nothæft snuð til á Mánagötunni. Það verður áhugavert að sjá hvort grísinn verður jafneinbeittur í kvöld þegar kemur að því að fara að sofa…