Gísli ísgeirsson bloggar um kvæðið um Tótu litlu tindilfættu. Mikill snillingur hefur sá útvarpsmaður verið sem ákvað að spila þetta lag á þessum degi – væntanlega í tilefni af ritstjóraskiptunum á Morgunblaðinu.
Textanum í þessari skemmtilegu snörun á danska slagaranum „Lille Lise let pí¥ tí¥!“ er nefnilega beint gegn Mogganum. Fjólupabbi sem sungið er um, er Valtýr Moggaritstjóri – svo uppnefndur af Tímamönnum, sem héldu úti sérstökum dálk um ambögurnar í Morgunblaðinu.
Á kvæðinu, held ég endilega að hafi upphaflega verið sungið um ömmu Tótu litlu, en það hafi síðar skolast til og breyst í móður hennar. Besta erindið er þetta:
Gamla konan beið
og gerðist býsna reið,
er Tóta gekk í hlaðið
– hún hrifsaði Morgunblaðið.
Að bjóða bókaorm
blað með svona from!
Ég heimt´að fá að lesa, Harðjaxl eða Storm.
Af seinni tíma níðvísum um Moggann dettur mér helst í hug gamalt róttæklingakvæði, sungið við „Hani, krummi, hundur, svín…“:
Morgunblaðið brunnið er,
að brunanum var gaman.
Kommúnistar komu hér
– og kveikt´í öllu saman.
Muna menn eftir meiri kveðskap af þessu tagi?