Slyddufréttir

Íslendingum finnst óborganlega fyndið þegar koma fréttir af ófærð vegna snjóa í­ öðrum löndum, sem myndskreyttar eru með ökumönnum í­ standandi vandræðum með bí­lana sí­na í­ tí­u sentimetra snjó.

Ætli Grænlendingar skemmti sér ekki álí­ka vel yfir í­slenskum fréttatí­mum með dramatí­skum æsifréttum af hví­tabirni sem sést hafi fjarri mannabyggð og verið vendilega skotinn að höfðu samráði við ráðherra og almannavarnir?