Íslendingum finnst óborganlega fyndið þegar koma fréttir af ófærð vegna snjóa í öðrum löndum, sem myndskreyttar eru með ökumönnum í standandi vandræðum með bílana sína í tíu sentimetra snjó.
Ætli Grænlendingar skemmti sér ekki álíka vel yfir íslenskum fréttatímum með dramatískum æsifréttum af hvítabirni sem sést hafi fjarri mannabyggð og verið vendilega skotinn að höfðu samráði við ráðherra og almannavarnir?