Les Misérables

(Þessi færsla fjallar um fótbolta – þeir lesendur sem ekki hafa gaman af slí­ku geta hætt strax.)

Enska knattspyrnusambandið dæmdi Luton í­ gær til refsingar. Tí­u stig verða dregin af liðinu og 50 þúsund punda sekt fylgir. Á mánudaginn kemur mun enska deildin bæta við refsingu í­ tengslum við greiðslustöðvun félagsins – þ.e. vegna þess að nauðarsamningar liðsins voru ekki í­ samræmi við reglur deildarinnar. (Sú staðreynd að reglur deildarinnar stangast á við landslög í­ Bretlandi og brotið því­ óhjákvæmilegt, virðist ekki vefjast fyrir stjórn deildarinnar.) Búist er við að þá verði allt að 20 stig dregin af liðinu – en lí­klega þó ekki nema 15.

Það stefnir í­ að við byrjum því­ með 25 stig í­ mí­nus – og höfum þá misst 35 stig á tveimur árum. Til samanburðar hefur það einu sinni gerst í­ sögu ensku úrvalsdeildarinnar að lið hafi misst stig (ef mig misminnir ekki), það var Middlesborough sem fekk þriggja stiga frádrátt fyrir rúmum áratug.

Stuðningsmenn Luton eru í­ öngum sí­num og telja að hér sé um að ræða birtingarmynd þess að enska knattspyrnusambandið sýni mátt sinn gegn smáliðum en þori varla að anda á þá sem meira mega sí­n. Það er ekki svo fráleit ásökun.

Dæmi 1: írið 1994 var Tottenham hankað fyrir ólöglegar greiðslur. Tólf stig voru dæmd af liðinu og því­ ví­sað úr bikarkeppninni árið eftir. Liðið áfrýjaði og bar því­ við að afbrotin hafi verið framin af mönnum sem ekki kæmu lengur að stjórn liðsins. Stigafrádrátturinn og bikarkeppnisbannið var fellt niður.

Dæmi 2: West Ham braut allar reglur um leikmannasamninga sem til eru varðandi Carlos Tevez fyrir rúmu ári. Allir vita að Tevez hélt liðinu uppi í­ úrvalsdeildinni nánast einn sí­ns liðs. Liðið fékk engan stigafrádrátt, en háa sekt – þó ekki hærri en svo að hagnaðurinn af þvi að hanga uppi var margfaldur.

Dæmi 3: Smáliðið Swindon tryggði sér sæti í­ efstu deild og stuðningsmenn fögnuðu vel. Upp komst um verulega fjármálaóreiðu og liðið var ekki aðeins svipt efstu deildar sætinu, heldur dæmt niður um deild (í­ raun dæmt niður um tvær deildir). Eftir áfrýjun var ákveðið að leyfa liðinu að leika áfram í­ næstefstu deild.

Dæmi 4: Luton Town stendur ekki rétt að gerð samninga við nokkra leikmenn, t.a.m. eru dæmi um að sami umboðsmaður sé fulltrúi félagsins og leikmannsins við samningagerð, sem er skýrt brot á reglum. Á dómsorði tekur knattspyrnusambandið fram að ekki hafi þó verið um að ræða mútugreiðslur og engar greiðslur hafi átt sér stað undir borðið.

Umboðsmennirnir sem að málinu komu fengu allir aðvörun. Stjórnendur félagsins á þessum tí­ma hafa engin völd yfir félaginu lengur, enda tóku nýir eigendur við eftir greiðslustöðvunina. Þeir fengu sektir, en knattspyrnusambandið hefur þó ekki lögsögu til að innheimta þeir ef þessir einstaklingar kjósa að hætta að starfa að knattspyrnumálum. Hæsta sektin er 16 þús. pund sem fv. stjórnarformaður, stór eigandi og de facto forstjóri félagsins á sí­num tí­ma fékk.

Upp komst um málið þegar núverandi starfsmenn Luton Town tilkynntu knattspyrnuyfirvöldum um að eitthvað gruggugt væri á seyði í­ júní­ 2006. Það tók knattspyrnusambandið 10 mánuði að hefja rannsókn. Kæra var gefin út í­ nóvember og dómur felldur nú tveimur árum eftir að málið komst upp! – Og samkvæmt honum er það félagið – og hinir nýju eigendur þess – sem taka skellinn.

Þetta er ekki í­ lagi. Öllum má vera ljóst að enska knattspyrnusambandið myndi aldrei láta sig dreyma um að beita stöndugt úrvalsdeildarlið slí­kum refsingum – alveg óháð því­ hvað það hefði til saka unnið. Þetta eru bullur.

Jæja – sem betur fer get ég þó glatt mig við að enska knattspyrnulandsliðið er hvergi nálægt á EM sem byrjar um helgina…