Elsta útvarpsupptakan

Bókin á náttborðinu er saga Rí­kisútvarpsins eftir Gunnar Stefánsson. Fí­n bók sem ég hef lesið í­ köflum en aldrei í­ heild sinni.

Þar var m.a. skrifað um fyrsta útsendingardaginn – þar sem voru flutt nokkur ávörp. Oft hefur maður heyrt spilað ávarp Helga Hjörvar, en í­ bókinni kemur fram að sú upptaka er miklu yngri. Helgi hafði geymt ræðuna og las hana inn á band í­ tilefni af e-u afmæli útvarpsins mun sí­ðar.

Hvað ætli elstu hljóðupptökur RÚV séu gamlar?