Tíðindi helgarinnar af garðfræmkvæmdum á Mánagötunni er að völundurinn sem er að vinna þetta fyrir okkur er búinn að steypa þrep niður úr tröppunum sem liggja uppá svalirnar okkar og niðrí garð.
Þetta er mikið framfaraskref. Þessa þreps var t.d. sárlega saknað þegar Ólína svaf í vagni. Vegna þessa gat Steinunn ekki komið barnavagninum upp og niður tröppurnar fyrir eigin rammleik og var fyrir vikið miklu bundnari heimavið en vera hefði þurft.
Sjálfur gat ég nú alltaf dröslað vagninum upp, þótt þrepið vantaði – en það gerðist fjári oft að grísinn vaknaði við bramboltið og þá var til lítils að fara í miklar gönguferðir til að reyna að svæfa.
ífram þensla – ekkert stopp!