Asíuboltinn – nýtt

Jújú, það er gaman að EM í­ fótbolta sé byrjað – og vissulega bí­ð ég spenntur eftir að mí­nir menn leiki fyrsta leikinn – en það má þó ekki gleyma því­ að það eru fleiri áhugaverð mót í­ gangi. Þar er ég vitaskuld einkum að tala um forkeppni HM í­ Así­u.

Eins og margoft hefur komið fram er ég sérstakur áhugamaður um forkeppni HM – og þá sérstaklega í­ þeim álfum sem eru lægra skrifaðar. Así­ukeppnin hefur aldrei verið jafnspennandi og milliriðlar hennar munu klárast í­ mánuðinum.

Rétt til upprifjunar: Núna stendur yfir keppni í­ fimm riðlum. Tvö lið munu fara áfram úr hverjum þeirra í­ lokakeppnina. Þar verða liðin tí­u dregin í­ tvo fimm liða riðla, þar sem leikið verður heima og heiman. Tvö efstu lið úr hvorum riðli fara til Suður-Afrí­ku 2010, en þriðju efstu liðin keppa sí­n á milli um að  komast í­ úrslitaeinví­gi við lið frá Eyjaálfu (Nýja-Sjáland) um sæti í­ lokakeppninni.

ístralir taka að þessu sinni þátt í­ Así­ukeppninni, sem þýðir að í­ teorí­unni gæti Eyjaálfa haft tvö lið í­ úrslitum (ístrali og Nýsjálendinga) en mögulega taka así­sku liðin öll sætin fimm.

Nú þegar hefur margt athyglisvert gerst í­ keppninni:

1.riðill – Hér er mikil spenna og liðin furðujöfn að styrkleika. Kí­na hefur valdið verulegum vonbrigðum og situr á botninum með 3 stig eftir 4 leiki. Afar ólí­klegt verður að teljast að Kí­nverjar nái að vinna báða lokaleikina sí­na og raunar óví­st hvort það dygði til.

ístralí­a og Katar eru á toppnum með 7 stig hvort lið, en írakar hafa 4 stig. íraska liðið byrjaði illa en heldur þó enn í­ vonina eftir góðan sigur á íströlum á „heimavelli“ (þeir leika heimaleikina í­ Dubai) nú um helgina. Það er farið að hitna verulega undir ástralska liðinu og svo gæti farið að sú leikflétta að keppa sem Así­ulið komi rækilega í­ bakið á þeim núna… Ég ætla þó að spá Katar efsta sætinu í­ riðlinum og íströlum áfram með þeim.

2. riðill -  Þetta var riðillinn sem Japanir áttu að vinna vandræðalaust og Tælendingar að lenda í­ botnsætinu. Seinni hluti þess spádóms gekk efti, Tæland er á botninum með eitt stig. Þetta eina stig kom um helgina með óvæntu jafntefli á erfiðum útivelli í­ Bahrain. Persaflóasmárí­kið nánast gulltryggði sér þar með sæti í­ lokaumferðunum og þarf bara eitt stig úr lokaleikjunum sí­num. Það gæti sett strik í­ reikninginn í­ baráttu Japans og Oman.

Japanir hafa sjö stig, eftir að hafa náð að jafna í­ sí­ðari hálfleik á útivelli gegn Oman um helgina. Oman er með 4 stig. Nú hef ég ekki nennt að slá því­ upp hvort markatala eða innbyrðisviðureignir ráða úrslitum í­ riðlakeppninni – en mér sýnist Japanir vera nokkuð öruggir áfram sem annað lið í­ riðlinum.

3 riðill -  Norður- og Suður-Kórea tróna á toppnum með átta stig hvort. Túrkmenar hafa eitt stig en Jórdanir fjögur. Þetta þýðir að Norður-Kóreumenn geta í­ raun klárað riðilinn með sigri eða jafntefli gegn Jórdönum á heimavelli næsta laugardag. Takist jórdanska liðinu öllum að óvörum að sækja sigur til Pyongyang, þá gæti leikur kóresku rí­kjanna í­ Seoul í­ lokaumferðinni orðið áhugaverður. Reikna þó staðfastlega með að norðanmenn muni fylgja fjandvinum sí­num úr suðrinu í­ næstu umferð.

4. riðill -  Fyrsta liðið til að bóka seðilinn í­ úrslitakeppnina var Úzbekistan. Á mörg ár hafa menn beðið eftir því­ að Úzbekar myndu springa út og verða stórveldi í­ Así­uboltanum. Það gæti loksins verið að rætast. Sádi Arabar eru nær öruggir um annað sætið í­ riðlinum (sem er sannast sagna sá langslappasti). Lí­banon er stigalaust á botninum (skyldi Daví­ð Logi hafa staðið við stóru orðin og mætt á leik?) Singapúr á fræðilegan möguleika á að slá út Sáda, en raunhæft er það varla.

5. riðill -  „Dauðariðillinn“ er ennþá galopinn. Fyrirfram hefði mátt búast við írönum í­ toppsætið, Sýrlendingum á botninn og svo baráttu Kuwait og Sameinuðu arabí­sku furstadæmanna um annað sætið. Sem stenudr hafa íranir sex stig, Sýrlendingar og Arabafurstar fimm stig og Kuwait fjögur.

Segja má að þessi riðill hafi opnast upp á gátt strax í­ fyrsta leik þegar Sýrlendingar náðu mjög óvæntu jafntefli í­ Teheran. Næst er komið að írönum að hefna harma sinna í­ Damaskus. Ég reikna með að þeim  takist það og yrði ekki hissa þótt Kuwait fylgdi þeim áfram.

Búist við næstu færslu um þetta eftir næstu helgi…