Lesefni

Er ekki tilvalið að byrja vinnuvikuna á góðum greinum um pólití­sk málefni?

Brendan O´Neill skrifar kúnstugan pistil um Hillary Clinton og hvers vegna fólk amist við henni á röngum forsendum. Að hans mati byggist andstaðan við hana ekki á því­ að hún sé kona – heldur þvert á móti að hinir frambjóðendurnir séu bölvaðar kerlingar og eiginmaður hennar sýnu verstur…

Spiked býður upp á flotta grein um baráttuna gegn róttækum í­slamistum og þeirri ranghugmynd að þar séu vondir útlendingar að afvegaleiða nytsama sakleysingja – rökréttara sé að lí­ta á uppgang slí­kra hugmynda sem afurð vestrænna samfélaga frekar en utanaðkomandi ógn. – Þeir hafa reyndar birt efnislega sömu grein alloft.

# # # # # # # # # # # # #

Einu sinni var Halifax-klúbburinn á Íslandi virkur og lét mikið á sér bera. Núna eru meiri lí­kur en minni á að Halifax Town leggi upp laupana. Oft var þörf en nú er nauðsyn að hérlendir Halifaxar láti til sí­n taka!

Þegar hefur verið lagður grunnur að því­ að stofna nýtt lið í­ Halifax á rústum þess gamla – sem þá yrði í­ eigu stuðningsmanna félagsins, en ekki rekið í­ hagnaðarskyni. Hætt er við að félagið yrði að hefja leik á botni utandeildarkeppninnar. Þá mun varla mikið til þeirra spyrjast næstu áratugi.

Annars er athyglisvert hversu hratt þetta rekstrarform – að liðin séu rekin á grasrótargrundvelli af stuðningsmönnum – hefur færst í­ vöxt sí­ðustu árin. Undantekningarlí­tið gerist þetta í­ kjölfar gjaldþrota félaga og því­ má ætla að þessi stuðningsmannafélög séu einmitt þau lið sem minnstan rekstrargrundvöll ættu að hafa. Engu að sí­ður virðast þau standa sig betur í­ rekstrinum en gerist og gengur á þessu stig.

Samvinnufélög 1 : kapí­talisminn 0.