Hearts

Guðjón Þórðarson er enn og aftur orðaður við Hearts – mí­na menn í­ skoska boltanum.

Hearts er fí­nn klúbbur, en eigandinn er snar og rekur þjálfara í­ grí­ð og erg. Helst virðist hann sækja í­ að ráða menn sem ekki geta vallið úr öðrum störfum, að því­ er virðist í­ þeirri von að þeir láti bjóða sér nánast hvað sem er af dyntum hans og frekju.

Það yrði athyglisvert að sjá Guðjón starfa í­ Edinborg. Hann gæti ráðið Pál frænda minn sem sérstakan ráðgjafa – hann er flestum mönnum fróðari um Hearts og skoska knattspyrnu.