Pólitískur rétttrúnaður

Eirí­kur Bergmann gantast með það á sí­ðunni sinni að það sé orðinn pólití­skur rétttrúnaður að vera á móti pólití­skum rétttrúnaði. Undir þetta mætti í­ sjálfu sér taka, en ég er nú einu sinni þannig innstilltur að gera alltaf öfugt við það sem kratahró eins og EBE segja. Þess vegna ætla ég núna að amast við pólití­skum rétttrúnaði – þ.e. pólití­skum rétttrúnaði Sigurðar Kára Kristjánssonar.

Um sí­ðustu helgi sýndi Sjónvarpið frá fjölda fótboltaleikja af Evrópumótinu. Reyndar er ákaflega lí­tið annað í­ sjónvarpinu velflesta daga núna í­ júní­ en Evrópumótið. Á sunnudeginum rakst hins vegar einn fótboltaleikurinn á við handboltaleik. Sjónvarpið ákvað að sýna handboltaleikinn á aðalrásinni sinni, en nota RÚV+ rásina sí­na undir fótboltann. RÚV+ er aðgengilegt öllum sem hafa örbylgjuloftnet eða sjónvarpstengingu í­ gegnum ljósleiðara, þ.e. meirihluta landsmanna.

Þessu fögnuðu allir góðir menn. Sigurður Kári fetti þó fingur út í­ þetta í­ fjölmiðlum – leist raunar bölvanlega á tilstandið. Pólití­skur rétttrúnaður hans er nefnilega á þá leið að það megi halda úti rí­kisreknu sjónvarpi ENDA horfi fólk ANNAí HVORT á fótbolta EíA handbolta! – En Óðinn forði okkur frá því­ að almenningur geti valið hvora greinina það horfi á. Sú ákvörðun á að vera í­ höndum Hrafnkels Kristjánssonar…

Nú er það sök sér að þingmaðurinn hafi þessa sérkennilegu afstöðu – en því­ miður virðist hún vera tekin alvarlega. Á það minnsta sá Útvarpsstjóri ástæðu til að taka sérstaklega fram að þessi ráðstöfun væri fágætt neyðarbrauð og yrði ekki notuð nema í­ í­trustu neyðartilvikum – jafnvel ekki meir. – – – Enda sér það hver maður hversu óvenjulegar aðstæður það eru að venjulegt fólk geti valið á milli handboltaleiks og fótboltaleiks á sama tí­ma…

Það er lí­klega öðru fremur rétttrúnaður Sigurðar Kára Kristjánssonar og félaga – þess efnis að það sé hræðilegt að almenningur geti valið milli handbolta og fótbolta – sem veldur því­ að Rí­kisútvarpið leggur ekki í­ að nota þessa leið: að sjónvarpa á plús-stöðinni meira en raun ber vitni.

Það er rétttrúnaður Sigurðar Kára sem veldur því­ að amma mí­n á ní­ræðisaldri getur ekki horft á sjónvarpssápuna sí­na á hefðbundnum tí­ma. Mennirnir sem trúa á frelsi einstaklingsins vilja nefnilega ekki að aðrir en Hrafnkell Kristjánsson ráði því­ hvort boðið er upp á fótbolta eða Leiðarljós.

Það er rétttrúnaður Sigurðar Kára sem gerir það að verkum að þriggja ára dóttir mí­n getur hvorki horft á Geirharð Bojng-Bojng né Gurru grí­s – því­ Frjálshyggjunni á Íslandi finnst í­ lagi að rí­kisrekin sjónvarpsstöð bjóði upp á teiknimyndir fyrir börn EíA fótboltaleik – en ef rí­kið sýndi skrí­pó OG tuðruspark, þá væri fjandinn laus!

Svona kreddur get ég ekki skilið.