Óðinsvé

Eftir rúma þrjá sólarhringa verður famelí­an komin til Óðinsvéa. Það er þriðja stærsta borg Danmerkur, en við að lesa færsluna um hana á Wikipediunni finnst manni hún frekar vera smáþorp.

Jú – þarna má sjá smágerða eftirlí­kingu af turninum sem einu sinni var sá næststærsti í­ Evrópu á eftir Eiffel-turninum. Það hafði ég ekki hugmynd um.

Hvað gerir maður annars í­ þessari ágætu borg sér til dægrastyttingar?

# # # # # # # # # # # # #

Einhvern veginn finnst mér eins og fótboltaárið í­ Englandi sé stöðugt að lengjast. Á dag verður dregið í­ fyrstu umferð deildarbikarsins… Uppfæri það á eftir.

Uppfært: Heimaleikur gegn Plymouth. Verra hefði það getað verið.