Skrítnasta spamið

Ég fæ ókjör af ruslpósti. Nýjasta skriðan eru auglýsingar um „Blue sexy pill“ – sem ég reikna með að sé einhverskonar Viagra eftirlí­kingar-svindl.

En ég er lí­ka á nokkrum í­slenskum fjölútsendingarlistum, án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Einhverra hluta vegna fæ ég t.d. alltaf sendan póst frá Stiklum – viðskiptaskrifstofu utanrí­kisráðuneytisins. Svo sendir Óli Palli á Rás 2 mér vikulegan pistil um hvað sé á dagskránni í­ Rokklandi. Ekki hef ég grænan grun um hvers vegna mér var bætt inn á þann póstlista.