Asíuboltinn – II

írakar gerðu sér lí­tið fyrir og unnu Kí­nverja í­ Tianjin. Þar með er ljóst að Kí­na vermir botnsætið í­ fyrsta riðli, sem hljóta að vera grí­ðarleg vonbrigði þar á bæ. Fyrir nokkrum árum virtist sem Kí­nverjum væri að takast að byggja upp karlaknattspyrnu og frambærilegt landslið, en þær vonir virðast að engu orðnar.

ístralí­a og Katar mætast á eftir. Sem stendur eru bæði lið með sjö stig eins og írak. Þarna verður spenna fram á sí­ðustu stundu.

Á Afrí­kukeppninni vekur athygli að Fí­labeinsströndin er undir gegn Botswana í­ hálfleik. íður hafði lið þeirra gert jafntefli gegn Madagascar. Reikna með að þetta starf verði laust til umsóknar eftir helgi…

Fí­nir leikir í­ gangi í­ Suður-Amerí­kuhlutanum í­ dag. Hvernig er það – hefur Sýn ekki rétt á þeim leikjum? Hvað með að fá eitthvað af þessari forkeppni í­ í­slenskt sjónvarp!