Guðjón Þórðarson er enn og aftur orðaður við Hearts – mína menn í skoska boltanum. Hearts er fínn klúbbur, en eigandinn er snar og rekur þjálfara í gríð og erg. Helst virðist hann sækja í að ráða menn sem ekki geta vallið úr öðrum störfum, að því er virðist í þeirri von að þeir láti bjóða …
Monthly Archives: júní 2008
Pólitískur rétttrúnaður
Eiríkur Bergmann gantast með það á síðunni sinni að það sé orðinn pólitískur rétttrúnaður að vera á móti pólitískum rétttrúnaði. Undir þetta mætti í sjálfu sér taka, en ég er nú einu sinni þannig innstilltur að gera alltaf öfugt við það sem kratahró eins og EBE segja. Þess vegna ætla ég núna að amast við …
Rehhagel
Hann er nú flottur karlinn: „We will not play like the Poles. You will not see our defenders suddenly grant the other side 30 metres of space, then almost thanking the opposition striker as he passes for his team-mate to score. That was a modern offside trap but it was also a modern way to …
Skrifað í skýin
Jæja, þá er annar hver maður farinn að hefja hollenska landsliðið til skýjanna og krýna þá Evrópumeistara. Hah! – Ekki gef ég mikið fyrir slíka spádóma. Þvert á móti er þetta hollenska landsliðið í hnotskurn. Vinna heimsmeistarana með flugeldasýningu, en tapa svo 1:0 í fjórðungsúrslitum á móti okkur Grikkjum. Sanniði til!
Mánudagsgetraun
Seinni hluta árs 1968 leitaði dagblaðið Tíminn álits 23 Íslendinga – jafnt þjóðþekktra sem óbreytts alþýðufólks – á atburði sem þá stóð fyrir dyrum. Kristján frá Djúpalæk sagði tíðindin hryggja sig persónulega. Magnús Kjartansson ritstjóri sagði að sér stæði algjörlega á sama. Guðlaugur Rósinkranz Þjóðleikhússtjóri tók fregnunum vel. Vilhjálmur Einarsson íþróttakappi sagðist vonsvikinn. Gylfa Þ. …
Lesefni
Er ekki tilvalið að byrja vinnuvikuna á góðum greinum um pólitísk málefni? Brendan O´Neill skrifar kúnstugan pistil um Hillary Clinton og hvers vegna fólk amist við henni á röngum forsendum. Að hans mati byggist andstaðan við hana ekki á því að hún sé kona – heldur þvert á móti að hinir frambjóðendurnir séu bölvaðar kerlingar …
Asíuboltinn – nýtt
Jújú, það er gaman að EM í fótbolta sé byrjað – og vissulega bíð ég spenntur eftir að mínir menn leiki fyrsta leikinn – en það má þó ekki gleyma því að það eru fleiri áhugaverð mót í gangi. Þar er ég vitaskuld einkum að tala um forkeppni HM í Asíu. Eins og margoft hefur …
Þrepið
Tíðindi helgarinnar af garðfræmkvæmdum á Mánagötunni er að völundurinn sem er að vinna þetta fyrir okkur er búinn að steypa þrep niður úr tröppunum sem liggja uppá svalirnar okkar og niðrí garð. Þetta er mikið framfaraskref. Þessa þreps var t.d. sárlega saknað þegar Ólína svaf í vagni. Vegna þessa gat Steinunn ekki komið barnavagninum upp …
Örfáir klukkutímar í mót
EM er handan við hornið. Stórmót í fótbolta eru alltaf skemmtileg, þótt eitthvað segi mér að ég eigi eftir að sjá minna af þessu móti en flestum öðrum. Á það minnsta hef ég einsett mér að láta leikjaplanið ekki ráða því hvernig ég hafa dögunum – þótt vitaskuld verði sjónvarpið alltaf í gangi ef ég …
Svartur forsetaframbjóðandi
Mikið mál er gert úr því að Obama sé þeldökkur forsetaframbjóðandi og að það sé í fyrsta sinn sem slíkt gerist í sögu Bandaríkjanna. Þetta þykir gömlum Hagskælingum lítil tíðindi. Þegar ég var formaður Málfundafélags Hagaskóla fyrir margt löngu, þá efndum við til málfundar með Andrew Pulley. Hann bauð sig fram til varaforseta 1972 og …