Bókin á náttborðinu er saga Ríkisútvarpsins eftir Gunnar Stefánsson. Fín bók sem ég hef lesið í köflum en aldrei í heild sinni. Þar var m.a. skrifað um fyrsta útsendingardaginn – þar sem voru flutt nokkur ávörp. Oft hefur maður heyrt spilað ávarp Helga Hjörvar, en í bókinni kemur fram að sú upptaka er miklu yngri. …
Monthly Archives: júní 2008
Af vettvangi baráttunnar
Lesendur þessarar síðu bíða eflaust með öndina í hálsinum að frétta meira af því hvernig barninu gengur að kljást við snudduleysið. Hún þraukar. Enn hefur hún ekki kvartað eða beðið um að fá snuðið á nýjan leik – og er þrælmontin yfir þessu í leikskólanum. En það gengur hægar að sofna á kvöldin og hún …
Les Misérables
(Þessi færsla fjallar um fótbolta – þeir lesendur sem ekki hafa gaman af slíku geta hætt strax.) Enska knattspyrnusambandið dæmdi Luton í gær til refsingar. Tíu stig verða dregin af liðinu og 50 þúsund punda sekt fylgir. Á mánudaginn kemur mun enska deildin bæta við refsingu í tengslum við greiðslustöðvun félagsins – þ.e. vegna þess …
Liðleskjur?
Á dag fór ég í sund. Þar rakst ég á nýjustu græjuna – rafknúna sundskýlu-vindu. Þetta er augljóslega afar brýn græja… # # # # # # # # # # # # # Helv. knattspyrnusambandið dregur 10 stig af Luton fyrir næsta tímabil vegna þess að fyrrum eigendur stóðu ólöglega að gerð leikmannasamninga. Til …
Fimmaur
Magnús Þór Hafsteinsson er foxillur út í Þórunni Sveinbjarnadóttur fyrir að láta skjóta dýrið norður í landi eins og hér má lesa… Nú kynni einhver að spyrja: Hvers vegna er Magnús svona reiður yfir að ráðist sé gegn skepnu sem sannarlega er innflytjandi – og það ólöglegur innflytjandi – sem ekki er líklegur til að …
Fyrsta lið Geira El?
Hvert var fyrsta liðið sem ísgeir Elíasson þjálfaði í meistaraflokki? – Klassísk brelluspurning. Ansi margir fótboltanirðir myndu líklega svara: Þróttur, en rétta svarið er Víkingur Ólafsvík (sumarið 1975). Eða það hélt ég að minnsta kosti… Á 100 ára afmælisriti íR er hins vegar sagt frá fyrsta meistaraflokksliði félagsins eftir endurreisn knattspyrnudeildarinnar – sem keppti í …
Níðkvæði um Moggann
Gísli ísgeirsson bloggar um kvæðið um Tótu litlu tindilfættu. Mikill snillingur hefur sá útvarpsmaður verið sem ákvað að spila þetta lag á þessum degi – væntanlega í tilefni af ritstjóraskiptunum á Morgunblaðinu. Textanum í þessari skemmtilegu snörun á danska slagaranum „Lille Lise let pí¥ tí¥!“ er nefnilega beint gegn Mogganum. Fjólupabbi sem sungið er um, …
Slyddufréttir
Íslendingum finnst óborganlega fyndið þegar koma fréttir af ófærð vegna snjóa í öðrum löndum, sem myndskreyttar eru með ökumönnum í standandi vandræðum með bílana sína í tíu sentimetra snjó. Ætli Grænlendingar skemmti sér ekki álíka vel yfir íslenskum fréttatímum með dramatískum æsifréttum af hvítabirni sem sést hafi fjarri mannabyggð og verið vendilega skotinn að höfðu …
Í djúpu laugina
Á framhaldi af bloggfærslu gærkvöldsins eru nýjar fréttir af stóra-snuddumálinu. Þegar Ólína vaknaði í morgun velti hún aðeins vöngum og tilkynnti svo að það ætti að klippa í síðustu snudduna og að hún ætlaði að gera það sjálf. Við spurðum hana hvort hún gerði sér ekki grein fyrir því að í kjölfarið yrði snuðinu hent. …
Met?
Fjarðabyggð vann Reyðarfjörð 17:0 í bikarkeppni KSÁ í kvöld. Mig minnti alltaf að metið í meistaraflokki karla væri íR 16:Grótta 1. Er það rétt munað hjá mér – og hér þá um met að ræða?