Farnir og á förum

Það eru átta dagar í­ fyrsta leik Luton í­ deildinni. Eftirtaldir leikmenn hafa á undanförnum dögum og vikum yfirgefið herbúðir félagsins: Furlong Hutchison Peschiolido Currie Bell Andrew Robinson Spring Eftirtalda erum við að reyna að losna við, til að létta á launareikningnum: Goodall Jackson Langley Morgan Enn hefur ekki verið tilkynnt um einn einasta nýja …

Neðanmálsgrein í sögunni

Kláraði í­ gær þrekvirkið The Ball is Round eftir Goldblatt. Aðdáun mí­n á bókinni dví­n ekki, þótt auðvitað séu sumar tengingarnar nokkuð langsóttar. Það væri skemmtilegt að sjá í­slenska knattspyrnu- og stjórnmálasögu sagða svona í­ einu verki. Á einum stað í­ þessu rúmlega 900 sí­ðna verki um sögu knattspyrnunnar er Ísland nefnt á nafn. Það …

Listaháskólinn

Hef ekki skoðun á húsinu sem búið er að teikna við Laugaveginn. Sjálfum leist mér þó alltaf best á hugmyndina um að flytja Listaháskólann í­ Iðnskólahúsið á Skólavörðuholti ásamt Vörðuskóla – þar sem eru talsverðir viðbyggingarmöguleikar. Iðnskólinn myndi svo fara á reitinn þar sem Kennaraháskólinn er núna, en KHÁ hlýtur hvort sem er að flytjast …

Íslendingar slappir

Þetta er frekar dapurt. Wikipediu-sí­ðan um Ísland á ÓL 2008 inniheldur sem stendur einungis textann: „Iceland is planning to send a team to compete at the 2008 Summer Olympics in Beijing, People’s Republic of China.“ Mjög slappt. Flest þátttökulönd eru komin með keppendalista. Nú mætti einhver vaskur í­slenskur wikkari spýta í­ lófana og kippa þessu …

Ný írsk deild

Eins og lesendur þessarar sí­ðu eru kannski búnir að átta sig á – þá nenni ég ekki að skrifa um neitt annað en fótbolta þessa daganna. Þið sem ekki kærið ykkur um slí­k skrif verðið bara að halda ykkur fjarri amk. fram í­ næstu viku… Það er afar athyglisvert að fylgjast með umræðum á írlandi …

Hnyttið

David Goldblatt fjallar um kólumbí­ska landsliðið á HM 1994: „Worse still, as pressure and expectation unstoppably and unreasonably mounted, the kiss of death arrived: Pelé was now tipping them as World Cup winners.“ (bls. 787) Þetta er ein af þessum setningum sem maður vildi hafa skrifað sjálfur.

Fólkið mitt

Það er tilfinningarí­kur dagur hjá mí­nu fólki í­ netheimum. Á dag var það staðfest að Luton 20/20, nýja eignarhaldsfélag Luton Town, hefur verið samþykkt inn í­ ensku deildarkeppnina. Við fáum að hefja keppni í­ neðstu deild í­ næsta mánuði. Vissulega verður róðurinn þungur með þrjátí­u mí­nusstig á bakinu – en við erum þó með. Rotherham …

Verkalýðsmál

Eins og fram hefur komið í­ fréttum munu leiðbeinendur í­ Vinnuskólanum fara í­ verkfall í­ dag. Heimildir mí­nar innan verkalýðsreyfingarinnar herma að von sé á samúðarvinnustöðvun hjá krökkunum í­ Vinnuskólanum. Hún mun koma fram í­ því­ að liðið í­ unglingavinnunni mun sofa fram á skófluna, flatmaga í­ grasinu í­ stað þess að reyta arfann og …

Alvöru smáþjóðaleikar

Af hverju fór þetta óopinbera heimsmeistaramót alveg framhjá manni? Norðurbandalagið hans Bossi er amk að gera góða hluti á knattspyrnuvellinum – og kvennalið Sama getur borið höfuðið hátt. 2006 fór mótið fram í­ Okkitaní­u. Þá unnu Samar, en keppnin galt fyrir að enskumælandi þjóðarbrotið í­ Kamerún hætti á sí­ðustu stundu við þátttöku. Annars er þetta …

Írökum vísað á dyr

Þátttökulöndunum á Ólympí­uleikunum fækkaði um eitt um helgina. Alþjóðaólympí­unefndin tilkynnti að írökum verði ekki heimilað að taka þátt, vegna pólití­skra afskipta stjórnvalda í­ Bagdað af málefnum í­þróttahreyfingarinnar. Það eru sárafá dæmi um að þjóðum hafi tekist að láta reka sig frá Ólympí­uleikunum fyrir þessar sakir.  Jafnvel forhertustu einræðisherrar láta sér yfirleitt segjast þegar Ólympí­unefndin hótar …