Þegar komið var heim úr fríinu beið okkar glæsilegt umslag, merkt Steinunni Þóru írnadóttur þingkonu. Það var boð í veislu í tilefni af 232 ára sjálfstæðisafmæli Bandaríkjanna.
Boðskortið var flott, með skjaldarmerki BNA og hvaðeina. Á umslaginu var líka fylgimiði. Þar var sponsörum afmælisveislunnar þakkað sérstaklega og lógó viðkomandi fyrirtækja prentuð með.
Og hvaða kompaní skyldu svo vera styrktaraðilar hinna frjálsu Bandaríkja? Jú:
* Capacent
* Marel
* Hilton, Reykjavík Nordica
* Alcoa Fjarðaál
* KFC-skyndibitar
* Taco Bell-skyndibitar
* Inn-nes
* Elgur
* Hertz
* Vífilfell
og
* Rúmfatalagerinn
Dálítið sjoppulegt – ekki satt?