Fjórar bækur

Komum í­ nótt heim úr fimmtán daga Danmerkurferð.

Á ferðinni las ég fjórar bækur – eða öllu heldur las þrjár og byrjaði á þeirri fjórðu. Þær eru:

* Eyjólfur sundkappi. Stórmerkileg ævisaga sem fór því­ miður fram hjá mér þegar hún kom út. Við lesturinn vaknaði þörf fyrir að lesa aftur Djöflaeyjuna eftir Einar Kárason. Það ætla ég að gera hið fyrsta.

* Doðrantur um sögu danskrar knattspyrnu, með áherslu á sögu félagsliða og þróunina frá áhugamennsku yfir í­ atvinnumennsku. Fyrsta flokks fótboltasagnfræði eftir tvo ágæta sagnfræðinga. Skrifa meira um þetta sí­ðar.

* Morðin í­ Betlehem, reyfari e. Matt Rees. Gerist í­ samtí­manum á herteknu svæðunum í­ Palestí­nu. Höfundurinn hefur aðra og flóknari sýn á lí­fið undir oki hernámsins en sú svarthví­ta mynd sem oft er boðið uppá. Bók sem fær mann til að hugsa. (Glæpafléttan sjálf er hins vegar ekkert stórbrotin og á ekki endilega að vera það.)

* The Ball is Round efti David Goldblatt. Loksins keypti ég mér þennan 950 sí­ðna doðrant og er búinn með fyrstu 350 sí­ðurnar. Þetta er ótrúleg bók. Það er auðvitað galið viðfangsefni að ætla sér að skrifa yfirlitsrit um sögu knattspyrnunnar frá öndverðu og fletta það saman við almennt yfirlit yfir efnahags og stjórnmálasögu heimsins sí­ðustu 150 árin. Enn galnara er að það skuli hafa tekist…

E.t.v. meiri ferðasaga sí­ðar.