Frjálshyggjuhommar

Justin Raimondo er einn uppáhalds pistlahöfundurinn minn á netinu. Hans sérsvið eru bandarí­sk utanrí­kismál. Hann er einhver harðasti gagnrýnandi Bush-stjórnarinnar og notast mikið við sagnfræðileg rök máli sí­nu til stuðnings.

Raimondo er frjálshyggjumaður og hefur t.d. um árabil verið í­ hópi stuðningsmanna Pat Buchanans, sem er einhver stækasti hægrimaðurinn vestan hafs.

Raimondo er hins vegar lí­ka yfirlýstur hommi – sem verður að teljast nokkuð fágætt í­ herbúðum hörðustu hægrimanna BNA.

Á ljósi þessarar stöðu, er áhugavert að lesa um afstöðu Justins Raimondo til hjónabands samkynhneigðra. Hann er í­ – stuttu máli sagt – á móti því­. Á það minnsta þegar hommar eiga í­ hlut, þótt hann gefi lesbí­ubrúðkaupum undir fótinn.

Rökstuðningurinn er óvenjulegur og sjálfur segir höfundurinn að greinin sé: „the most politically incorrect piece I’ve ever written“. Dæmið sjálf!

# # # # # # # # # # # # #

Allir góðir menn mæta svo niður að dómsmálaráðuneyti kl. 12. Þið vitið um hvað málið snýst.