Arnar og Bjarki

Það virðist frágengið að Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir taki við Skagaliðinu sem spilandi þjálfarar.

Þar með opnast möguleiki á sérstæðri atburðarás.

Segjum sem svo að FH landi Íslandsmeistaratitlinum – sem telja má lí­klegt. Og að Skaganum takist ekki að rétta úr kútnum – þá myndu þeir bræður afreka það að verða Íslandsmeistarar OG falla niður um deild.

Það efast ég um að öðrum hafi tekist.