Eiríks Stefánssonar-væðingin

Þegar ég villist inn á Útvarp Sögu í­ bí­lnum mí­num, þá finnst mér eins og ég lendi alltaf á sama dagskrárliðnum: hugvekju frá fulltrúa Frjálslynda flokksins.

Og koma tveir menn til greina – annars vegar Jón Magnússon, sem talar yfirvegaðri röddu og flytur skipulega uppbyggðan pistil. Eins og maður er nú oft ósammála Jóni, þá er eitthvað seiðandi við röddina hans og pistlarnir eru virðast sannfærandi – amk ágætlega rökstuddir.

Hins vegar er það Eirí­kur Stefánsson. Hann öskrar.

Dæmigerður pistill er eitthvað á þessa leið:

Núna sé ég það í­ fréttum að það er verið að safnast saman til að mótmæla (illri meðferð á flóttamönnum,/ójafnri stöðu samkynhneigðra í­ þjóðfélaginu/strí­ðinu í­ írak/gróðurhúsaáhrifunum/setjið-inn-málstað-að-eigin-vali). Þarna vantar ekki silkihúfurnar. Þarna eru allir þessir vinstri-grænu-samfylkingarmenn (röddin byrjar að bresta)… Og þau segjast vera að mótmæla mann-réttinda-brotum… – (stutt þögn)

– og það er svo sem gott og blessað. Að tala um þetta… – Það getur vel verið að þetta sé ofboðslega slæmt…

en við þetta fólk hef ég bara eitt að segja: HRÆSNARAR!!! – HVERNIG GETIí ÞIí TALAí UM MANNRÉTTINDABROT ÞEGAR ÞIí ERUí EKKI Aí MÓTMÆLA KVÓ-TA-KERF-INU!!! ARRRGH!

HÉR ER VERIí Aí NííAST Á HARíDUGLEGUM SJÓMÖNNUM – EN ÞETTA „´FíNA FÓLK“ ER BARA Aí TALA UM HOMMA EíA ÚTLENDINGA.

HVAR VORUí ÞIí ÞEGAR 14 MANNS Á FRJíLSLYNDAFLOKKNUM STÓíU  MEí MÓTMÆLASKILTI GEGN KVÓTAKERFINU??? ARRRGH!!! VINSTRI-GRÆNA-SAMFYLKINGARPAKK! Jí, PAKK- ÞVÁ HVAí ER ÞAí ANNAí EN PAKK SEM HUGSAR UM SAMKYNHNEIGíA OG ÚTLENDINGA EN BERST EKKI GEGN MANNRÉTTINDABROTUM Á SíNU EIGIN LANDI!!! HRÆSNARAR – ÚRSKURíUR MANNRÉTTINDANEFNDAR – SVIKAMYLLA – REYKJAVíKURVITLEYSINGAR… (erfitt að heyra orðaskil, þar sem maðurinn öskrar þetta í­ hljóðnemann)…

Þessi fyrirlestur hefur verið fluttur með nokkrum tilbrigðum á Útvarpi Sögu sí­ðustu mánuðina. Ég verð reyndar alltaf jafn kátur þegar ég hlusta á hann og geri mér í­ hugarlund einhvern talsmann Samtakanna 78 hella sér yfir Eirí­k, þar sem hann stendur með skiltið „Ú á LíÚ“ á Austurvelli, með orðunum: „HVAí MEINARíU MANNFíLA – Aí ÞÚ HAFIR EKKI MÆTT Á GAY PRIDE SííAST??? OG SAMT VOGARíU ÞÉR Aí HAFA SKOíUN Á FISKVEIíISTJÓRNUNARKERFINU??? ERTU SIíBLINDUR???“

Ef marka má hinar kúnstugu umræður um hvort sé svalara – alþýðuhetjan Bubbi eða umhverfishippinn Björk – þá virðist hins vegar röksemdafærsla Eirí­ks Stefánssonar vera að ganga oní­ ansi marga…