„Fjárhagslega ósjálfstæður“

Kí­nverjar hafa ví­st sent frá sér lista yfir óæskilega gesti á Ólympí­uleikunum. Vef-mogginn hnýtur sérstaklega um að á þeim lista séu nefndir bæði geðfatlaðir og fjárhagslega ósjálfstæðir einstaklingar.

Mér vitanlega hafa í­slensk stjórnvöld ekki gert kröfu um geðheilbrigðisvottorð þess fólks sem hingað ferðast – en hitt þekkjum við, að fólki sem hingað kemur til tí­mabundinnar dvalar er gert skylt að sýna fram á fáránlega háar peningainnistæður. „Fjárhagslega ósjálfstætt fólk“ er ekki sí­ður illa séð á Íslandi en í­ Kí­na.

Það er sjálfsagt að skamma stjórnvöld í­ Bejing fyrir dónaskapinn – en lí­tum okkur nær lí­ka!