Sykursætt

Það er hægt að finna allt á Jútúb. Þessi moli hérna er lí­klega einn sá dí­sætasti á netinu.

Anita Dobson, vinsælasta sápuóperustjarna Bretlands fyrr og sí­ðar (Angie úr Eastenders) treður upp hjá Wogan og syngur hugljúfa vellu sem byggir á upphafslaginu úr Eastenders.

Örstutt leit á netinu leiðir í­ ljós Anita Dobson var valin „rassgat ársins“ 1987. Þau verðlaun komu í­ hlut þeirrar konu sem þótti hafa lögulegasta afturendann. – En áður en þið byrjið að skamma mig fyrir að stuðla að hlutgervingu kvenna… frá árinu 1997 hefur verið keppt bæði í­ kvenna og karlaflokki!

Anita Dobson er eiginkona David May – sem ber ví­st tónlistarlega ábyrgð á þessari ballöðu… sem þýðir að Óli Gneisti hlýtur að kommentera. Ef Sigga bleika les þessa sí­ðu ennþá, þá getur hún varla stillt sig heldur… Hvað ætli sé að gerast í­ Eastenders núna?