Írökum vísað á dyr

Þátttökulöndunum á Ólympí­uleikunum fækkaði um eitt um helgina. Alþjóðaólympí­unefndin tilkynnti að írökum verði ekki heimilað að taka þátt, vegna pólití­skra afskipta stjórnvalda í­ Bagdað af málefnum í­þróttahreyfingarinnar.

Það eru sárafá dæmi um að þjóðum hafi tekist að láta reka sig frá Ólympí­uleikunum fyrir þessar sakir.  Jafnvel forhertustu einræðisherrar láta sér yfirleitt segjast þegar Ólympí­unefndin hótar brottví­sun.

En þetta er eitt af einkennum alþjóðaí­þróttahreyfingarinnar. Hún er afar hikandi við að blanda sér í­ pólití­skar deilur (og styður því­ oft óbeint rí­kjandi ástand) en ef rí­kisstjórnir voga sér að skipta sér að því­ hvernig í­þróttahreyfing einstakra landa haga málum sí­num þá er hörðustu refsingum beitt.