Fólkið mitt

Það er tilfinningarí­kur dagur hjá mí­nu fólki í­ netheimum.

Á dag var það staðfest að Luton 20/20, nýja eignarhaldsfélag Luton Town, hefur verið samþykkt inn í­ ensku deildarkeppnina. Við fáum að hefja keppni í­ neðstu deild í­ næsta mánuði. Vissulega verður róðurinn þungur með þrjátí­u mí­nusstig á bakinu – en við erum þó með. Rotherham United er ekki búið að fá keppnisleyfið og það getur vel verið að þeir fái ekki að vera með. Enska deildin hefur ákveðið að sýna fátækum litlum liðum fyllstu hörku. Mann grunar næstum því­ að ætlunin sé að knésetja 1-2 félög sem ví­ti til varnaðar – Luton virðist ætla að sleppa, en Rotherham verður kannski ekki jafn heppið.

Stuðningsmennirnir eru ennþá foxillir út í­ stjórn deildarinnar og Enska knattspyrnusambandið. Þeir hörðustu eru búnir að brenna allar ensku landsliðstreyjurnar og sverja þess dýra eiða að halda með andstæðingum enska landsliðsins hér eftir. Ég spái því­ að sumir í­ hópnum standi við það amk. næstu 4-5 árin. Þessu fólki er alvara.

En í­ dag eru samt allir fyrst og fremst glaðir. Fólk keppist við að senda ástarjátningar sí­nar til félagsins. Rifjaðar eru upp bestu minningarnar og þær sárustu. Hetjur dagsins eru mennirnir á bak við Luton 20/20-félagið. Öfugt við það gerist og gengur í­ knattspyrnuheiminum eru fjarlægðin milli stuðningsmannanna á spjallsí­ðunum og nýju eigandanna ekki ýkja mikil. Raunar er eigendasaga félagsins og saga spjallhópanna á netinu nátengd. Með þessari sögu hef ég fylgst um alllangt skeið.

írið 1992 var stofnaður póstlisti, WHOSH (ætli það hafi hafi ekki verið einhvers konar skammstöfun fyrir world-wide Hatters on information super-highway – eða e-ð álí­ka). Hann varð fljótlega furðuvirkur og fjölmennur á þeirra tí­ma mælikvarða og var m.a. fjallað um hann í­ breskum dagblöðum sem voru að velta fyrir sér hvernig þessi nýja tækni, internetið, myndi gagnast knattspyrnuáhugamönnum.

1995 byrjaði ég á netinu. Ég bjó ennþá heima hjá gömlu og þau ákváðu að kaupa nettengingu – lí­klega frá Miðheimum. Reyndar hafði mamma verið á póstlistum um friðarmál nokkrum árum áður, þar sem hún hlóð niður textaskjölum í­ gegnum langlí­nusí­mtöl með tilheyrandi geggjuðum sí­mreikningum.

Eitt það fyrsta sem ég rakst á eftir að á netið var komið, var WHOSH. Ég gerðist áskrifandi og sökkti mér oní­ málefni Luton – sem ég hafði nánast hætt að fylgjast með eftir að liðið féll úr efstu deild 1992. Ég hélt mér þó að mestu til hlés í­ umræðunum, lét mér nægja að fylgjast með. Þó kynntist ég nógu mörgum til að vera boðinn velkominn í­ kallkerfinu á Kenilworth Road þegar ég mætti þangað í­ pí­lagrí­msferðina…

Um 1997 var póstlistinn sprunginn og í­ staðinn var stofnað spjallborð. WHOSH lifir reyndar áfram, en skeytin eru varla nema 10-12 á viku. Þau gátu hlaupið á tugum á degi hverjum þegar verst/best lét.

Spjallborðið sem óx út úr WHOSH-listanum var bara eitt af mörgum sem fjallaði um málefni Luton – en fljótlega kom í­ ljós að það var það vitrænasta. Meðalaldurinn var hærri en gerðist og gekk. Spjallverjarnir voru lí­ka sjóaðir og ekki til í­ að gleypa við öllu sem misvitrir stjórnendur klúbbsins sögðu. – Þumalputtaregla: þegar eigendur fótboltaliða lofa því­ að vera komnir í­ Meistaradeildina eftir 5 ár, eiga menn að grí­pa til byssunnar.

Vorið 2003 dró verulega til tí­ðinda hjá félaginu, sem þá var nýkomið upp úr neðstu deild eftir eins árs dvöl. Fjárglæframaður – sumir myndu hreinlega segja skúrkur – John Gurney, náði völdum í­ félaginu. Keypti það fyrir eitt pund eða svo.

Gurney lofaði gulli og grænum skógum. Talaði um að breyta nafni félagsins í­ London Luton, lofaði baráttu um Englandsmeistaratitla og vildi byggja Formúlu-1 kappakstursbraut í­ tengslum við nýjan heimavöll. Hann stóðst svokallað Fit-and-proper-person próf ensku deildarinnar sem leyfði honum að taka við taumunum.

Flestir stuðningsmennirnir sáu strax í­ gegnum Gurney, sem áður hafði orðið uppví­s af því­ að reyna að sölsa undir sig í­þróttafélög til að beita þeim í­ fasteignabraski. Gamla WHOSH-spjallborðið varð vettvangur fyrir stofnun félags, TiL (Trust in Luton), sem safnaði fé og skipulagði aðgerðir – sem meðal annars fólust í­ því­ að stuðningsmennirnir neituðu að kaupa ársmiða.

Markmiðið náðist – Gurney var þvingaður til að láta félagið frá sér. Til að það tækist þurfti að þvinga liðið í­ greiðslustöðvun. Þannig tókst hópi stuðningsmanna að bola í­ burtu glæpamanni sem Enska deildin hafði ekki treyst sér til að stöðva. Það er því­ ólýsanlega blóðugt þegar stjórnendur deildarinnar ví­sa í­ þessa greiðslustöðvun sem sönnun fyrir ábyrgðarleysi félagsins í­ fjármálum og nota hana til refsiþyngingar.

Það var dansað í­ Luton þegar Gurney hrökklaðist í­ burtu og ekki minnkaði kátí­na margra stuðningsmanna þegar óvænt velgengni fylgdi í­ kjölfarið á leikvellinum. Harði kjarninn á WHOSH-spjallborðinu var þó ekki sannfærður. Hann spurði í­ sí­fellu áleitinna spurninga um hvernig rekstrinum væri háttað – hvað orðið hefði um peninga fyrir sölu leikmanna o.s.frv.

Eftir því­ sem gagnrýnin varð háværari, þeim mun forhertari urðu stjórnendur félagsins. Þeir stuðningsmenn sem voguðu sér að spyrja spurninga voru sniðgengnir. Sumir í­ harða kjarnanum svöruðu með því­ að kaupa ekki ársmiða – en fara á alla útileiki í­ staðinn. Stjóri liðsins skammaði þessa stuðningsmenn – sakaði þá um að reyna að spilla fyrir og forystumaður félagsins talaði um 2% sem væru í­ fýlu en 98% væru hæstánægð.

Meðlimir spjallborðsins tóku upp viðurnefnið „útlagarnir“ og héldu áfram að berja á stjórnendunum. ísakanirnar reyndust því­ miður á rökum reistar og fljótlega fóru fleiri að taka þær alvarlega. Þegar eigendurnir komu félaginu í­ greiðslustöðvun – sýnilega með það að markmiði að kaupa það aftur en losna við drjúgan hluta skuldanna, skildu jafnvel þeir bláeygustu hvað klukkan sló. Blackwell knattspyrnustjóri baðst afsökunar á orðum sí­num um „fólkið sem reyndi að spilla fyrir“ – en það var of seint. Honum var aldrei fyrirgefið og fáir grétu þegar hann var látinn fara.

Starfsmenn félagsins voru lí­ka farnir að snúast gegn stjórnendunum. Ritari klúbbsins gekk á fund Enska knattspyrnusambandsins og upplýsti það um að reglur hefðu verið brotnar í­ tengslum við leikmannasamninga. Það var þessi ábending sem varð til þess að knattspyrnusambandið dæmdi Luton í­ sumar til að byrja með 10 stig í­ mí­nus fyrir brot á reglum. Þegar farið var fram á að horft yrði til þess að ábendingin um brotið hefði komið frá félaginu sjálfu, þá var svar knattspyrnusambandsins á þá leið að starfsmaðurinn hefði ekki verið „club official“ og því­ bæri ekki að taka neitt tillit til þessa. – Alþýðudómstólarnir í­ menningarbyltingunni hefðu verið fullsæmdir af svona röksemdafærslu!

Strax og Luton var komið í­ þessa seinni greiðslustöðvun fór harði kjarninn á fullt. Fyrsta málið var að afstýra því­ að gömlu eigendurnir ættu afturkvæmt. Það var gert með því­ að grafa upp nóg af upplýsingum og halda þeim á lofti. Hinum dómkvadda stjórnenda félagsins í­ greiðslustöðvuninni var gert það ljóst að aldrei yrði friður um kaupendur sem ekki gerðu hreint fyrir sí­num dyrum – og sama gilti ef minnsti grunur væri á að lóðabraskarar kæmu nálægt dæminu.

Næsta skref var að koma saman fjárfestahópi til að kaupa félagið. Luton 20/20 er samsett úr hópi fjárfesta sem flestir tengjast félaginu, s.s. gamli leikmaðurinn Steve Foster (sá með ennisbandið). Á baráttunni um að fá að kaupa félagið ræktuðu þeir sérstaklega tengslin við stuðningsmennina og fulltrúi þeirra hefur reglulega komið á spjallsvæðið og gefið skýrslu um gang mála.

Á kvöld var hann hreinlega væminn:

So, as one journey ends another begins and despite the challenges that have been beset us, all of us, we have risen above it and succeeded in achieving the initial goal that many of us had. Whilst it is incredibly humbling to be on the receiving end of accolades, I think it is now time to redirect your gratitude to those known and unknown individuals who have given their time, effort, intellect, loyalty, passion and determination to bring Luton Town back into the control of people who have no other motive other than to see the club survive and thrive.

Forgive me if I inadvertently omit anyone but there are many people who regularly post on here who deserve the accolade we are currently getting. The story began over five years ago so many of these contributors have been involved in the creation of our new football club more than once. Very many have contributed in some way but these few deserve special mention, in no particular order, although the first couple specifically deserve a special thanks:

Teacher
Eric O aka Tiddles
Farhat
Exile
Crumpsall
TBC
Jimmy P
Desperate Dan
CK1
Pogue Mahone
Mr Y
Music Critic
Dilligaf
1664
Phil O’Sofickle
Muzza
Shefford
Lutononic
Eastender
KevHat 

Það er auðvitað hálfsúrrealí­skt að þakka hópi fólks með kjánaleg spjallþráðar-viðurnefni fyrir að bjarga knattspyrnufélagi frá dauða – en hér á það einfaldlega við. Þrefalt húrra fyrir útlögunum!!!

(Hitt er svo annað mál hvort við eigum nokkurn séns í­ að forða okkur frá falli með 30 stig í­ mí­nus…)