Ný írsk deild

Eins og lesendur þessarar sí­ðu eru kannski búnir að átta sig á – þá nenni ég ekki að skrifa um neitt annað en fótbolta þessa daganna. Þið sem ekki kærið ykkur um slí­k skrif verðið bara að halda ykkur fjarri amk. fram í­ næstu viku…

Það er afar athyglisvert að fylgjast með umræðum á írlandi um áætlaða stofnun nýrrar deildar fyrir eyjuna alla. Hægt er að lesa um málið hér.

Frá pólití­sku sjónarmiði væri auðvitað mjög athyglisvert að sjá sameinaða deild fyrir allt írland. Reyndar hafa í­þróttasamskiptin yfirleitt verið meiri en ætla mætti miðað við pólití­ska ástandið, en hér yrði þó um að ræða jákvætt skref fyrir sambúð í­rsku rí­kjanna. (Segir svo ekki demógrafí­an að kaþólikkarnir taki yfir Norður-írland innan fárra áratuga og löndin sameinist?)

Knattspyrnulega væri áhugavert að fylgjast með slí­kri tilraun. Hugmyndin með þessari 10 liða deild, sem sí­ðar yrði stækkuð upp í­ 12 lið, er sú að um hreinræktaða atvinnudeild yrði að ræða. Sterkustu liðin ættu að samkvæmt þessum áætlunum að ná styrk í­ það minnsta sem næmi í­búafjölda írlands. Á dag eru bestu liðin í­ írska lýðveldinu og á Norður-írlandi á svipuðu róli og lökustu liðin í­ neðstu deild á Englandi eða sterkari klúbbarnir í­ ensku utandeildinni. Eins og staðan er í­ dag fara ALLIR sem EITTHVAí geta yfir í­rska hafið til að spila.  Hver veit nema sameinuð í­rsk deild gæti náð þeim styrk að halda í­ amk. einhverja leikmenn.  írland ætti ekki að þurfa að vera lakara knattspyrnland en t.d. Finnland – raunar miklu sterkara.

Á móti má benda á hættuna á að slí­k úrvalsdeild verði enn eitt kjaftshöggið fyrir minni félögin á eyjunni. Hversu mörg hrein atvinnulið getur írland borið? Er kannski hætt við að þau lið sem í­ dag berjast í­ bökkum muni endanlega keyra sig í­ þrot þegar þau reyna að stí­ga skrefið upp í­ fulla atvinnumennsku? Það verður amk aldrei full sátt um þessa breytingu.