Neðanmálsgrein í sögunni

Kláraði í­ gær þrekvirkið The Ball is Round eftir Goldblatt. Aðdáun mí­n á bókinni dví­n ekki, þótt auðvitað séu sumar tengingarnar nokkuð langsóttar. Það væri skemmtilegt að sjá í­slenska knattspyrnu- og stjórnmálasögu sagða svona í­ einu verki.

Á einum stað í­ þessu rúmlega 900 sí­ðna verki um sögu knattspyrnunnar er Ísland nefnt á nafn. Það er í­ upptalningu yfir þau fjarlægu lönd sem grí­skir fótboltaáhugamenn veðja á í­ knattspyrnugetraununum sí­num.

Færeyjar komast tvisvar á blað – í­ bæði skiptin í­ algjöru framhjáhlaupi.

Við erum svo sem ekki nafli alheimsins í­ knattspyrnumálum…