…í frí austur á Norðfjörð. Kem eftir verslunarmannahelgi. Nenni varla að skrifa neitt á meðan.
Monthly Archives: júlí 2008
„Fjárhagslega ósjálfstæður“
Kínverjar hafa víst sent frá sér lista yfir óæskilega gesti á Ólympíuleikunum. Vef-mogginn hnýtur sérstaklega um að á þeim lista séu nefndir bæði geðfatlaðir og fjárhagslega ósjálfstæðir einstaklingar. Mér vitanlega hafa íslensk stjórnvöld ekki gert kröfu um geðheilbrigðisvottorð þess fólks sem hingað ferðast – en hitt þekkjum við, að fólki sem hingað kemur til tímabundinnar …
Sykursætt
Það er hægt að finna allt á Jútúb. Þessi moli hérna er líklega einn sá dísætasti á netinu. Anita Dobson, vinsælasta sápuóperustjarna Bretlands fyrr og síðar (Angie úr Eastenders) treður upp hjá Wogan og syngur hugljúfa vellu sem byggir á upphafslaginu úr Eastenders. Örstutt leit á netinu leiðir í ljós Anita Dobson var valin „rassgat …
Fljúgum hærra!
Helvítið hann Benedikt Hjartarson náði því sem Eyjólfi sundkappa og bókaútgefandanum snjalla Benedikt Lafleur mistókst – að synda yfir Ermarsund. En eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði… …legg til að Benedikt Lafleur reyni næst við Beringssund…
Lækjargötuhótelið
Það verður landhreinsun að losna við Glitnis-húsið við Lækjargötu, eins og boðað hefur verið. Var þetta ekki Iðnaðarbankaútibú upphaflega? Hótelið sem þarna á að rísa virðist ekki ósnoturt. Mig minnir að fyrst hafi verið farið að ræða um niðurrifið fyrir mörgum árum, þegar Glitnir – þá Íslandsbanki – ætlaði að reisa höfuðstöðvar á reitnum. Síðar …
Arnar og Bjarki
Það virðist frágengið að Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir taki við Skagaliðinu sem spilandi þjálfarar. Þar með opnast möguleiki á sérstæðri atburðarás. Segjum sem svo að FH landi Íslandsmeistaratitlinum – sem telja má líklegt. Og að Skaganum takist ekki að rétta úr kútnum – þá myndu þeir bræður afreka það að verða Íslandsmeistarar OG falla niður …
Eiríks Stefánssonar-væðingin
Þegar ég villist inn á Útvarp Sögu í bílnum mínum, þá finnst mér eins og ég lendi alltaf á sama dagskrárliðnum: hugvekju frá fulltrúa Frjálslynda flokksins. Og koma tveir menn til greina – annars vegar Jón Magnússon, sem talar yfirvegaðri röddu og flytur skipulega uppbyggðan pistil. Eins og maður er nú oft ósammála Jóni, þá …
Leiktímarnir
Það eru örfáir dagar í Ólympíuleika, en RÚV hefur enn ekki haft fyrir því að setja upp vefsvæði með dagskrá sinni. Ég hef ekki einu sinni séð tilkynningu um hvenær leikirnir með handboltalandsliðinu verða. Minnugur afleitra útsendingartíma frá Seoul 1988, fór ég á síðu leikanna til að reyna að grafast fyrir um þetta sjálfur. Að …
Metjöfnun
Jahérna. Skaginn tapaði í kvöld með fimm marka mun. Gat ekki stillt mig um að slá því upp hvenær það gerðist síðast í deildarleik. 1976 unnu Valsmenn Skagann með þessari sömu markatölu, 6:1. Það er jafnframt metið á Skaganum. # # # # # # # # # # # # # Fréttin af stórglæpamanninum …
Þjónustugjöld
Ég stend í stappi við Orkuveituna. Ekki sem starfsmaður – heldur sem viðskiptavinur. ígreiningsefnið er þjónustugjöld. Þannig er mál með vexti að á Mánagötunni eru þrjár íbúðir: kjallari, fyrsta og önnur hæð. Sú hefð hefur skapast í húsinu að framkvæmdakostnaði og kostnaði við kyndingu er skipt í hlutföllunum 40-40-20. Það endurspeglar nokkurn veginn stærð íbúða …