„Fjárhagslega ósjálfstæður“

Kí­nverjar hafa ví­st sent frá sér lista yfir óæskilega gesti á Ólympí­uleikunum. Vef-mogginn hnýtur sérstaklega um að á þeim lista séu nefndir bæði geðfatlaðir og fjárhagslega ósjálfstæðir einstaklingar. Mér vitanlega hafa í­slensk stjórnvöld ekki gert kröfu um geðheilbrigðisvottorð þess fólks sem hingað ferðast – en hitt þekkjum við, að fólki sem hingað kemur til tí­mabundinnar …

Sykursætt

Það er hægt að finna allt á Jútúb. Þessi moli hérna er lí­klega einn sá dí­sætasti á netinu. Anita Dobson, vinsælasta sápuóperustjarna Bretlands fyrr og sí­ðar (Angie úr Eastenders) treður upp hjá Wogan og syngur hugljúfa vellu sem byggir á upphafslaginu úr Eastenders. Örstutt leit á netinu leiðir í­ ljós Anita Dobson var valin „rassgat …

Fljúgum hærra!

Helví­tið hann Benedikt Hjartarson náði því­ sem Eyjólfi sundkappa og bókaútgefandanum snjalla Benedikt Lafleur mistókst – að synda yfir Ermarsund. En eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði… …legg til að Benedikt Lafleur reyni næst við Beringssund…

Lækjargötuhótelið

Það verður landhreinsun að losna við Glitnis-húsið við Lækjargötu, eins og boðað hefur verið. Var þetta ekki Iðnaðarbankaútibú upphaflega?  Hótelið sem þarna á að rí­sa virðist ekki ósnoturt. Mig minnir að fyrst hafi verið farið að ræða um niðurrifið fyrir mörgum árum, þegar Glitnir – þá Íslandsbanki – ætlaði að reisa höfuðstöðvar á reitnum. Sí­ðar …

Arnar og Bjarki

Það virðist frágengið að Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir taki við Skagaliðinu sem spilandi þjálfarar. Þar með opnast möguleiki á sérstæðri atburðarás. Segjum sem svo að FH landi Íslandsmeistaratitlinum – sem telja má lí­klegt. Og að Skaganum takist ekki að rétta úr kútnum – þá myndu þeir bræður afreka það að verða Íslandsmeistarar OG falla niður …

Eiríks Stefánssonar-væðingin

Þegar ég villist inn á Útvarp Sögu í­ bí­lnum mí­num, þá finnst mér eins og ég lendi alltaf á sama dagskrárliðnum: hugvekju frá fulltrúa Frjálslynda flokksins. Og koma tveir menn til greina – annars vegar Jón Magnússon, sem talar yfirvegaðri röddu og flytur skipulega uppbyggðan pistil. Eins og maður er nú oft ósammála Jóni, þá …

Leiktímarnir

Það eru örfáir dagar í­ Ólympí­uleika, en RÚV hefur enn ekki haft fyrir því­ að setja upp vefsvæði með dagskrá sinni. Ég hef ekki einu sinni séð tilkynningu um hvenær leikirnir með handboltalandsliðinu verða. Minnugur afleitra útsendingartí­ma frá Seoul 1988, fór ég á sí­ðu leikanna til að reyna að grafast fyrir um þetta sjálfur. Að …

Metjöfnun

Jahérna. Skaginn tapaði í­ kvöld með fimm marka mun. Gat ekki stillt mig um að slá því­ upp hvenær það gerðist sí­ðast í­ deildarleik. 1976 unnu Valsmenn Skagann með þessari sömu markatölu, 6:1. Það er jafnframt metið á Skaganum. # # # # # # # # # # # # # Fréttin af stórglæpamanninum …

Þjónustugjöld

Ég stend í­ stappi við Orkuveituna. Ekki sem starfsmaður – heldur sem viðskiptavinur. ígreiningsefnið er þjónustugjöld. Þannig er mál með vexti að á Mánagötunni eru þrjár í­búðir: kjallari, fyrsta og önnur hæð. Sú hefð hefur skapast í­ húsinu að framkvæmdakostnaði og kostnaði við kyndingu er skipt í­ hlutföllunum 40-40-20. Það endurspeglar nokkurn veginn stærð í­búða …