Sjóræningjar!

Peter, þýskur félagi minn úr náminu í­ Edinborg, er slappasti morgunmaður sem ég hef nokkru sinni kynnst. Hann er stór, dálí­tið luralegur í­ útliti og frekar fámáll. Og heilinn á honum fer ekki í­ gang fyrr en upp úr kl. tvö á daginn. Eða öllu heldur – framyfir hádegi gat nánast ekki talað neina ensku …

Glerhúsið

Fór í­ kvöldgöngu. Ekkert langt svosem – bara meðfram Sæbrautinni, aðeins vestur í­ bæ og svo upp Laugaveginn á leiðinni heim.  Stoppaði fyrir framan verslunina Ví­nberið og fór að reyna að rifja upp… Fyrir framan Ví­nberið er örstuttur stubbur, 10-12 metra langur í­ mesta lagi, þar sem gler- eða plastkúpull er yfir stéttinni til að …

Sjálfstæðið og framfarirnar

Öfugt við það sem sumir halda, hef ég enga sérstaka nautn af því­ að rí­fast við Guðmund Andra Thorsson á netinu. Þvert á móti hafa slí­k skoðanaskipti tilhneigingu til að leiðast út í­ eineltisbrigsl og ásakanir um misskilning og rangfærslur. (Kratar eru frá Mars, kommar frá Venus.) Hins vegar finnst mér gaman að ræða um …

Ónákvæmni

Jæja, þrjátí­u mí­nusstig skulu það vera hjá Luton í­ vetur. Ég er í­ rusli. Mbl.is segir frá þessu núna, en fréttin er ónákvæm. Þarna segir: „Luton áfrýjaði úrskurði knattspyrnusambandsins um að það fengi 10 mí­nusstig fyrir fjármálaóreyði, en tapaði málinu. Þessari sekt var skellt á liði á dögunum þegar kom í­ ljós að það hafði …

Til Ævars

Ævar Örn skammar mig í­ athugasemdakerfinu fyrir að hafa afgreitt grein Guðmundar Andra of hroðvirknislega í­ gær. Bréf hans er á þessa leið: Heldur finnst mér þetta undarleg túlkun á meinlausum pistli Guðmundar Andra, eða hljópstu yfir lí­nuna um goðsagnir Barthes? Og hvar spyr Guðmundur Andri þeirrar spurningar sem þú eignar honum í­ þí­num pistli, …

Er smátt fagurt?

íhugaverð grein í­ The Guardian í­ dag, þar sem viðhorf Kí­nverja til knattspyrnu eru sögð endurspegla heimsmynd þeirra á öðrum sviðum. Samkvæmt greininni halda Kí­nverjar almennt séð ekki með „litlum liðum“. Þeim finnst ekkert krúttlegt við það þegar smáliðið úr þriðju deild slær meistarana óvænt úr keppni. Þvert á móti haldi þeir bara með stórliðunum …