Hvað ef…?

Hvað ef…?-sagnfræði getur verið skemmtileg. Hér er fádæma nördaleg grein eftir áhugamann um knattspyrnusögu sem gefur sér þá forsendu að HM í­ knattspyrnu hefði verið stofnað árið 1906 – og veltir vöngum yfir hverjir hefðu unnið fyrstu mótin.

Sindri

Um daginn þvældist ég inn í­ Bókabúð Braga og rakst á nokkra árganga af tí­mariti sem mig hefur lengi langað til að eiga. Sindri, tí­marit Iðnfræðafélagsins kom út á þriðja áratugnum, alls fimm árgangar. Ég fékk þá fjóra fyrstu fyrir sanngjarnt verð og hef verið að skemmta mér við lesturinn sí­ðan. Sindri er tí­mamótarit í­ …

Gönguför & skoskir kratar

Á kvöld verður söguganga í­ Elliðaárdalnum í­ boði Orkuveitunnar undir stjórn þess er þetta ritar. Lagt af stað kl. 19:30 frá Minjasafninu. Allir velkomnir. Rúsí­na í­ pulsuenda. # # # # # # # # # # # # Sjálfseyðingahvöt Brown-stjórnarinnar í­ Bretlandi er sjálfstætt rannsóknarefni. Nýjasta útspil hennar er lagafrumvarp sem gerir ráð fyrir …

Norður & Mið-Ameríkuboltinn

Útlendingastofnun stendur í­ ströngu. Kollegarnir í­ Bandarí­kjunum munu væntanlega hafa í­ nógu að snúast innan tí­ðar. Bandarí­kin og Kúba drógust saman í­ riðil í­ forkeppni HM. Þegar kúbanska u-23 ára liðið lék í­ BNA fyrr á þessu ári sneri hálft liðið ekki aftur. Norður- & Miðamerí­kukeppnin fyrir HM 2010 er í­ fullum gangi. Tólf lið …

Frjálshyggjuhommar

Justin Raimondo er einn uppáhalds pistlahöfundurinn minn á netinu. Hans sérsvið eru bandarí­sk utanrí­kismál. Hann er einhver harðasti gagnrýnandi Bush-stjórnarinnar og notast mikið við sagnfræðileg rök máli sí­nu til stuðnings. Raimondo er frjálshyggjumaður og hefur t.d. um árabil verið í­ hópi stuðningsmanna Pat Buchanans, sem er einhver stækasti hægrimaðurinn vestan hafs. Raimondo er hins vegar …

Áfangasigur

Þetta eru bestu fréttir dagsins. Ég veit um fjölda fólks sem varð fyrir miklum fjárhagslegum skakkaföllum við þessa skerðingu lí­feyrissjóðanna. Dómurinn í­ dag er mikilvægur áfangasigur. Þessu verður samt örugglega ví­sað til hæstaréttar og þá verður að sjá hvað setur. En ef lí­feyrissjóðirnir fara aftur af stað með þessar reglubreytingar, þá munu margir fylgjast með …

Flóttamannakvóti

Það er ónotalegt að fylgjast með fréttunum af brottví­sun fjölskyldunnar frá Kenýa. Eiginlega vonar maður að málið sé flóknara en ætla mætti af fjölmiðlum og að embættismennirnir í­slensku hafi haft einhver skynsamleg rök fyrir sér, sem enn hafi ekki fengið að koma fram. Einhvern veginn finnst mér það samt ekkert sérstaklega lí­klegt. Það sem einkennir …

Bakhjarlar frelsisins

Þegar komið var heim úr frí­inu beið okkar glæsilegt umslag, merkt Steinunni Þóru írnadóttur þingkonu. Það var boð í­ veislu í­ tilefni af 232 ára sjálfstæðisafmæli Bandarí­kjanna. Boðskortið var flott, með skjaldarmerki BNA og hvaðeina. Á umslaginu var lí­ka fylgimiði. Þar var sponsörum afmælisveislunnar þakkað sérstaklega og lógó viðkomandi fyrirtækja prentuð með. Og hvaða kompaní­ …

Fjórar bækur

Komum í­ nótt heim úr fimmtán daga Danmerkurferð. Á ferðinni las ég fjórar bækur – eða öllu heldur las þrjár og byrjaði á þeirri fjórðu. Þær eru: * Eyjólfur sundkappi. Stórmerkileg ævisaga sem fór því­ miður fram hjá mér þegar hún kom út. Við lesturinn vaknaði þörf fyrir að lesa aftur Djöflaeyjuna eftir Einar Kárason. …