Don Hutchison er valmenni

Gamli jaxlinn, Don Hutchison, lék með Luton sí­ðasta keppnistí­mabil. Hann lenti reyndar í­ meiðslum og kom ekki mikið við sögu, en náði þó nokkrum minnisstæðum leikjum.

Félagið lenti í­ greiðslustöðvun og leikmenn fengu ekki laun um allnokkurt skeið. Þá hafði Hutchison forgöngu um að eldri og efnaðri leikmenn liðsins hlypu undir bagga hjá ungu strákunum í­ varaliðinu sem voru á lágum launum og máttu ekki við tekjumissinum.

Á dag var upplýst að Hutchison hafi ákveðið að afsala sér sí­ðustu launagreiðslunum frá Luton til að hjálpa félaginu í­ vandræðum sí­num – og það sem meira er, í­ kveðjuskyni hefur hann boðist til að standa straum af kostnaðinum við tvo unga leikmenn í­ yngriflokkastarfi félagsins.

Þetta kalla ég að kveðja með reisn. Lengi lifi Don Hutchison!