Jahér! Breski Verkamannaflokkurinn er svo djúpt sokkinn að hann er alvarlega að hugsa um að tefla fram Henry McLeish í aukakosningunum í Glenrothes.
Til skamms tíma var Henry McLeish nánast kennt um það prívat og persónulega að hafa fokkað upp fylgi Verkamannaflokksins í Skotlandi og hleypt SNP í forystusætið. Hann var jafnvel uppnefndur fimmta herdeildin…
En núna er stríðsgæfan orðin Verkamannaflokknum svo andsnúin að fjölmiðlarnir eru farnir að vera spenntir fyrir mögulegri endurkomu gamla fýlupokans.
Öðruvísi mér áður brá.