Börn á ÓL

Eru Kí­nverjarnir að svindla og senda 14 ára stelpur í­ fimleikakeppnina, þótt aldurstakmarkið sé 16 ár?

Á tengslum við þetta mál hef ég margoft séð það fullyrt að það sé 16 ára aldurstakmark á ÓL. Það er ekki rétt. Aldurstakmörkin miðast við einstakar greinar. Mér vitanlega eru engin aldurslágmörk fyrir leikana í­ heild sinni.

Þannig hafa Bretar verið grí­ðarlega spenntir að fylgjast með dýfingadrengnum Tom Daley, sem er 14 ára. Hann er samt búinn að vera í­þróttastjarna lengi og teymi dagskrárgerðarmanna ætlar að fylgjast með honum til ársins 2012 þegar hann á að vinna gull á ÓL í­ London.

# # # # # # # # # # # # #

Hvað varð um mengunina í­ Bejing? Á marga mánuði fékk maður eina frétt á dag um að mengunin á götunum myndi eyðileggja leikana. En um leið og í­þróttirnar byrjuðu, þá hættu fréttamennirnir að spá í­ því­ hvort astmaveikir fengju í­ hálsinn…