Börn á ÓL

Eru Kí­nverjarnir að svindla og senda 14 ára stelpur í­ fimleikakeppnina, þótt aldurstakmarkið sé 16 ár?

Á tengslum við þetta mál hef ég margoft séð það fullyrt að það sé 16 ára aldurstakmark á ÓL. Það er ekki rétt. Aldurstakmörkin miðast við einstakar greinar. Mér vitanlega eru engin aldurslágmörk fyrir leikana í­ heild sinni.

Þannig hafa Bretar verið grí­ðarlega spenntir að fylgjast með dýfingadrengnum Tom Daley, sem er 14 ára. Hann er samt búinn að vera í­þróttastjarna lengi og teymi dagskrárgerðarmanna ætlar að fylgjast með honum til ársins 2012 þegar hann á að vinna gull á ÓL í­ London.

# # # # # # # # # # # # #

Hvað varð um mengunina í­ Bejing? Á marga mánuði fékk maður eina frétt á dag um að mengunin á götunum myndi eyðileggja leikana. En um leið og í­þróttirnar byrjuðu, þá hættu fréttamennirnir að spá í­ því­ hvort astmaveikir fengju í­ hálsinn…

Join the Conversation

No comments

  1. Það var einmitt þegar ég sá hvað þessi dýfingadrengur var gamall sem rann upp fyrir mér að ég gæti vel verið amma sumra keppendanna þarna. Búhú.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *