Gamlir ísskápar

Á dag var ég beðinn, sem sérstakur rafminjafræðingur, að grafast fyrir um Silo-í­sskápa sem framleiddir vou um og fyrir miðja sí­ðustu öld.Þetta hélt ég að yrði létt verk og löðurmannlegt á netinu – þar sem það hlyti að vera til seinhver sí­ða fyrir í­sskápanörda.En ég finn bara ekki neitt. Rats! 

Join the Conversation

No comments

 1. Skv. Mogga t.d. frá 1954 selur Helgi Magnússon &Co í­ Hafnarstræti þýska í­sskápa af gerðinni Silo.

 2. Svo ég útskýri vandamálið…

  Samkvæmt mí­num heimildum kom fyrsti í­sskápurinn til Íslands c.a. 1947.

  En nú er kominn fram Silo-í­sskápur sem sagður er frá því­ rétt fyrir strí­ð. Nokkuð sem ég leyfi mér stórlega að efast um að geti verið rétt…

  Þess vegna vil ég vita hvenær Hr. Silo byrjaði að framleiða kæliskápa fyrir almenning.

 3. Veit ekki með Silo en í­ Mogganum 14. júlí­ 1928 auglýsir í. Einarsson og Funk kæliskápa til að halda mat ferskum, ómissandi fyrir hvert heimili.

 4. Þetta er meira spurning um tæknilega skilgreiningu, en ég á við nútí­ma rafmagnsí­sskápa með pumpu o.þ.h.

  Kæliskápar eru vissulega eldri.

 5. Linkurinn sem Kristbjörn setur inn hér að ofan hefur skolast aðeins til, og mætti halda að þetta væri léleg tilraun til grí­ns. Svo er þó ekki, því­ ef linkurinn er settur réttur inn, fást uppl. sem rí­ma ágætlega við að fyrstu í­sskáparnir hafi komið um eða uppúr 1947. Þetta er linkurinn sem K hefur greinilega ætlað að setja inn:

  http://en.wikipedia.org/wiki/Silo_(store)

  Hér er aðeins greint frá raftækjaverslanakeðju, en vart er ólí­klegt að þar hafi verið seld tæki undir merkjum hennar. Og hún er jú stofnuð 1947.
  Því­ má telja en alls ekki ómögulegt, að samnefndir í­sskápar hafi verið framleiddir fyrr – wikkan er jú því­ miður ekki alfullkomin enn.

 6. Hmm. Af einhverjum ástæðum neitar þetta kommentakerfi að birta allan linkinn sem link, og sleppir (store)-hlutanum.
  Þá er bara að stimpla það inn, nú eða fara inní­ sí­lóa-kaflann og smella þar á disambiguation og velja svo store.

 7. Jamm, Ævar hittir naglann á höfuðið. Silo keðjan er hins vegar bandarí­sk, en silo í­sskáparnir sem aðrir tí­na til virðast vera þýskir. Þetta eru því­ sennilega tveir aðskildir hlutir.

 8. Páll ísgeir bendir á auglýsingu úr mogga þar sem skáparnir eru sagðir þýskir – þýski e-bay skápurinn er hinsvegar ekki sagður þýskur, og er reyndar kirfilega kók-merktur.
  Hmm, kannski maður hringi í­ sí­na þýsku tengdamömmu og kanni málið…

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *