Ísland eða Nebraska

Egill Helgason hrósaði í­ gær sigri Evrópu á Ólympí­uleikunum, þar sem lönd Evrópusambandsins hefðu tekið fleiri verðlaun en stóru löndin þrjú hvert um sig: Kí­na, Bandarí­kin og Rússland. Á kjölfarið spruttust umræður á sí­ðunni hans um hvað gerast myndi ef Bandarí­kin sendu keppendur frá hverju rí­ki en ekki í­ gegnum alrí­kið.

Egill spyr: „Þú heldur að leynist margir gullverðlaunahafar í­ Nebraska?“

Tja – þá stórt er spurt… Hvernig ætli Ísland færi út úr samanburði við Nebraska? Reynum að svara þeirri spurningu.

íbúar í­ Nebraska eru sex sinnum fleiri en Íslendingar. Ekki er reyndar ví­st að hlutfallið hafi verið það sama frá því­ að keppni í­ ÓL-nútí­mans hófst, en við skulum samt nota þá tölu til viðmiðunar.Einföld leit á netinu gefur til kynna að Nebraska gjörsigri Ísland, þótt tekið sé tillit til höfðatölureglunnar. En ekki er allt sem sýnist.

Listar yfir „í­þróttafólk frá Nebraska“ sem unnið hefur til gullverðlauna á Ólympí­uleikum innihalda oft fólk sem stundað hefur nám við háskóla í­ rí­kinu og unnið í­þróttaafrek á ÓL á sama tí­ma eða skömmu sí­ðar. Þetta á sérstaklega við fimleika- og fjölbragðaglí­mumenn, en mikil hefð virðist vera í­ Nebraska fyrir hvoru tveggja.Á öðru lagi er ekki sanngjarnt að telja með alla í­þróttamennina frá Nebraska sem unnið hafa til verðlauna í­ hópí­þróttum. Við skulum draga þá alla frá. (Og miðað við þá skilgreiningu er stór spurning hvort rétt sé að telja handboltasilfrið okkar með.)

Ef aðeins er miðað við einstaklingsí­þróttir og fólk sem sagt er fætt í­ Nebraska – sýnist mér að um sé að ræða að lágmarki tólf gullverðlaun. – Miðað við höfðatöluregluna og hlutfallið einn á móti sex, er ljóst að tólf gullverðlaun trompa verðlaunaskápinn okkar og þá erum við ekki einu sinni farin að lí­ta á öll silfur- og bronsverðlaunin sem synir og dætur Nebraska hafa unnið til.

Og í­ þessum verðlaunahafahópi eru lí­ka frægir einstaklingar, s.s. Marjorie Gestring sem vann gullið í­ dýfingum á leikunum 1936. Hún var þá 13 ára og 9 mánaða – og er því­ yngsti gullverðlaunahafi í­ einstaklingsí­þrótt í­ sögu leikanna.

íþróttalí­fið í­ Nebraska lumar svo sem á fleiri görpum en kempum af Ólympí­uleikum: Ætli Andy Roddick sé ekki frægasti núlifandi í­þróttamaður Nebraska. Hann var í­ 1.sæti á heimslistanum í­ tennis fyrir nokkrum árum.

Ef farið er aftar í­ tí­mann er Max Baer lí­klega stærsta nafnið. Hann var heimsmeistari í­ þungavigt hnefaleika, en tapaði í­ einhverjum sögufrægasta bardaga allra tí­ma gegn James Braddock (Cinderella Man) – sem er hið klassí­ska Hollywood-í­þróttadrama.

Ég reikna með að flestir í­þróttaáhugamenn telji þá Roddick og Baer trompa Vilhjálm Einarsson og Völu Flosa.Niðurstaðan er skýr. Við Íslendingar (og Evrópubúar) ættum að fara okkur hægt í­ mannjöfnuði við Nebraska. 

Join the Conversation

No comments

  1. Annað sem mætti taka inn í­ myndina er að, eftir því­ sem ég best veit, eru flestar í­þróttirnar sem keppt er í­ þarna evrópskar að uppruna og því­ mun meiri hefð fyrir þeim í­ Evrópulöndum en til dæmis Así­u, Afrí­ku og Suður-Amerí­ku.

    Við Íslendingar höfum náttúrulega í­ gegnum tí­ðina verið illa sviknir af því­ að það er ekki keppt í­ í­slenskri glí­mu, þar hefðum við væntanlega getað burstað alla í­ heiminum. Eða allavega þar til hinir færu að æfa.

  2. Baer keppti aldrei á Ólympí­uleikum og Roddick féll úr leik í­ 3. umferð í­ einliðaleik á leikunum í­ Aþenu 2004. Því­ finnst mér ekki alveg sanngjarnt að bera þá saman við Völu og Vilhjám í­ umræðu um Nebraska og Ólympí­uleika. Nær væri að draga fram aðra í­slenska í­þróttamenn sem hafa getið sér gott orð utan Ólympí­uleikana, t.d. Eið Smára eða ísgeir Sigurvinsson, nú eða Jóhannes á Borg (sem raunar keppti á Ólympí­uleikunum í­ Lundúnum 1908 og vakti þar athygli en varð sí­ðan frægasti glí­mukappi Bandarí­kjanna – aðallega að eigin sögn!)?

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *