Það er gott mál að ísgeir Erlendsson taki að stigavörsluna í Gettu betur. Stigavarslan er alvörudjobb. Góður stigavörður getur snarminnkað líkurnar á mistökum í keppni.
Svo öllu sé nú haldið rétt til haga þá er rengt með farið í Fréttablaðinu að ísgeir sé fyrsti karlkyns stigavörðurinn.
írið 1990 sáu Oddný Eir Ævarsdóttir og Jón Atli Jónasson (síðar rithöfundur) um tíma- og stigavörslu. Þau voru hins vegar ekki eins áberandi og síðari stigaverðir, þar sem þau sátu ekki í sviðsmyndinni, heldur út í sal og var myndatökuvélunum sjaldan beint að þeim. – Þessi tilhögun var framkvæmanleg vegna þess að keppnisliðin svöruðu ekki eins ótt og títt í hraðaspurningum og síðar varð. (Meginhlutverk stigavarðar í dag er jú einmitt að reyna ásamt dómara að fá einhvern botn í þvoglumælt svör unglinganna í hraðaspurningum.) – Jón Atli var sem sagt fyrstur í sjónvarpi.
Raunar má eflaust hártoga titla þeirra sem komu að fyrstu keppninni, 1986. Þá voru einhverjar 5-6 manneskjur í settinu sem dómarar/spyrlar/tímaverðir/stigaverðir og ég man sannast sagna ekki hver hafði hvaða hlutverk. ístæðan var sú að framhaldsskólanemarnir tveir sem seldu RÚV hugmyndina að keppninni og komu henni að talsverðu leyti á koppinn, gerðu það að skilyrði að þeim yrði falið hlutverk og að þeir fengju að sjást í sjónvarpinu. Held samt að þeir hafi frekar verið settir á skeiðklukkuna en í að telja stigin…
Á útvarpinu hafa svo ýmsir hlaupið í starf stigavarðar og þá fólk af báðum kynjum. Gott ef Björn Ingi Hrafnsson var ekki í þessu hlutverki á tímabili.
En ég óska ísgeiri til hamingju með nýja djobbið. Ég spái frábærum vetri í GB, sem mun rústa hreppaspurningakeppninni í gæðum og vinsældum…