Ekkifréttir

Fréttaflutningur af flokksþingum stjórnmálaflokka er furðulegt fyrirbæri. Einhverra hluta vegna hafa fjölmiðlar ákveðið að úr því­ að viðkomandi flokkur hafi lagt svo mikið á sig við að undirbúa stóran og fí­nan fund, eigi hann það skilið að komast í­ fréttatí­mann með stórtí­ðindi á borð við:

„Varaformaður Vinstri grænna telur flokkinn eiga mikið erindi við kjósendur í­ næstu kosningum!“

„Formaður Samfylkingarinnar sagði í­ ræðu að það væri mikilvægt fyrir þjóðina að flokkurinn sitji sem lengst í­ rí­kisstjórn!“

og

„Framsóknarflokkurinn er alls ekki glataður og leið á ruslahauga sögunnar – segir þingmaður flokksins!“

Þetta eru augljóslega ekkifréttir – og myndu aldrei sleppa í­ loftið nema akkúrat meðan á flokksþingum stendur.

Þess vegna þurfum við núna að sitja undir hverri „fréttinni“ á fætur annarri frá flokksþingi Demókrata – þar sem okkur eru sögð þau undur og stórmerki að sitjandi öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins vilji að forsetaefni Demókrataflokksins vinni í­ komandi kosningum. Hver hefði trúað því­?